Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 23

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 23
HEIMILI OG SKÓLI 67 vegna tók ég málið upp á ný í útvarpi og blöðum, en fékk litlar undirtektir, að mér fannst. Sneri ég mér þá til ráð- herranna, Björns Ólafssonar, þáver- andi menntamálaráðherra, og Evsteins Jónssonar, fjármálaráðherra, og ræddi við þá, en þeir tóku báðir vel í það. Hóf Björn Ólafsson strax viðræður við Landsbankann um mál þetta af skiln- ingi og velvilja, og samdi ég fyrir hann nokkra greinargerð um þessa starf- semi erlendis. Jafnframt lét bankinn mann frá sér, sem staddur var erlendis, kynna sér starfsemi þessa og athuga starfshætti hennar, og samdi síðan greinargerð um þetta fyrir bankann. Oft hafði ég rætt þetta málefni við fræðslumálastjórann, sem jafnan hef- ur verið því mjög hlynntur. Hafði ég einnig, þegar hér var komið, minnzt á það við bankastjóra Búnaðarbankans og einn af bankastjórum Útvegsbank- ans, sem báðir tóku því vel. En mestan áhuga á framgangi þess hefur Jón Árnason, bankastjóri Landsbankans, sýnt. Fyrir hans forgöngu og atbeina var málið tekið upp á ný, og lögðu bankastjórar Landsbankans það til við bankaráðið, að bankinn hefði for- göngu um sparifjárstarfsemi meðal skólabarna landsins, sem fyrst og fremst miði að því að glæða og styðja sparnaðaranda og ráðdeild meðal upp- vaxandi æsku í landinu. Og sem upp- örfun og ábending um það, hvers væri óskað og hvert stefnt, skyldi bankinn gefa hverju skólabarni, frá 7 ára aldri, sparisjóðsbók með 10 króna innstæðu, og skyldi svo gert árlega fyrst um sinn þeim bömum, sem við bætast. Þetta samþykkti bankaráðið á fundi sínum 12. jan. s.l. Er sú samþykkt hin mark- verðasta og stofnuninni til mikils sóma ,og ber að vænta þess, að hún hafi heillavænleg áhrif í framtíð. Og þess ber þá einnig að geta, að þegar í upphafi tók Landsbankinn það fram, að forganga sín í þessu efni sé ein- göngu miðuð við eðli málsins og til- gang, en alls ekki við það. að væntan- leg viðskipti séu á nokkurn hátt miðuð við hann einan. Mun bankinn því gera ráðstöfun til þess, að börnin eign- ist sparisjóðsbækur með framlagi hans í, í lánastofnun. sem næst er heimili þeirra og auðveldast er fyrir þau að skipta við, og er hér átt við banka, bankaútibú, sparisjóði og innláns- deildir kaupfélaga. í»á réðst það svo.að ég ræddi þessi mál nokkuð í erindum í útvarpi og annars staðar, og reyndi jafnframt að undirbúa framkvæmdir með manni þeim, sem bankinn hefur valið til þess frá sér. Hef ég flutt nokkra þætti í útvarpi, sem snerta þetta mál beint og óbeint, og í sam- bandi við kennslueftirlitið í vetur hef ég flutt erindi víðs vegar um Norður- land, bæði í skólum og á fundum með foreldrum, og þá m. a. komið inn á þessi efni. En áður hafði ég mjög hvatt til þess, að afnuminn yrði skattur á sparifé, og jafnframt, að athugaður yrði möguleiki á því, að tryggja spari- fé gegn rýrnun, sem opinberar aðgerð- ir kynnu að valda. Er nú skattrelsið lögleitt, og er það mikil uppörfun fyr- ir alla þá, sem vilja vinna að þessum málum. Hins ber þó að gæta og hafa hugfast, að málefni það, sem hér um ræðir, er fyrst og fremst uppeldislegs eðlis, og að söfnuun sparifjár meðal barna er aðeins meðal að marki, en alls ekki sjálft markmiðið. Og svo skal

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.