Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 25
HEIMILI OG SKÓLI
69
Foreldrar, börn og sannsögli
Eftir GRETE JANUS, bamasálfræðing.
Mörgum foreldrum verður hverft
við, er þau verða þess vör, að bamið
þeirra segir vísvitandi ósatt. En
ósannindi barna eru miklu algengari
en foreldrar almennt halda. Til ósann-
inda barna liggja margar orsakir, eins
og vikið er að í greininni hér á eft-
ir. Hefur nokkuð verið vikið að þessu
áður hér í ritinu, og m. a. í greininni:
Hvernig á að bregðast við yfirsjónum
barna og unglinga? En nú skulum við
láta Grete Janus hafa orðið.
Ritstjórinn.
„Á læknirinn að segja sannleikann,
þegar sjúklingurinn á aðeins nokkra
mánuði ólifaða?" „Eiga hjón að segja
hvort öðru frá ástarævintýrum sín-
um?“., og eigum við að segja náunga
okkar hreinskilnislega um álit okkar
á honum? — Eins og kunnugt er,
munu þessar samvizkuspurningar vera
ræddar bæði opinberlega og í samræð-
um manna á milli, og þó að einhver
setji fram kröfuna um skilyrðislausa
sannsögli í stóru og smáu, þá munu
flestir þó komast að þeirri niðurstöðu,
að við verðum að meðhöndla sannleik-
ann eins og annað með skynsemi og
gætni, og það getur jafnvel komið fyr-
ir, að það sé bein skylda okkar að segja
ósatt, þótt við annars viljum vera heið-
arlegir menn.
En skyldi það ekki útheimta alveg
sérstakan þroska að fara þannig á bak
við sannleikann? Og myndi það ekki
vera dálítið hættulegt að fara þá leið,
ekki sízt í umgengni við börn, sem við
gjarnan viljum ala upp til sannsögli
og heiðarleika? Böm skilja lítið í slík-
um undantekninoum. Þar er það
„annað hvort eða“. Það kemur einnig
fram á margan annan hátt.
Fyrir nokkru sagði vingjarnleg kona
við drenginn okkar, sem er 8 ára:
„Langar þig ekki í köku, Óli minn?“
„Það er nú eftir því, hvaða kaka það
er,“ svaraði drengurinn.
„En Óli, svona mátt þú ekki svara.“
Eg skammast mín fyrir að segja það,
en þessi setning hraut út úr móður
hans. Konan tók sér þetta ekki til. Og
svo hafði ég þá afsökun, ef afsökun
skyldi kalla, að ég var sjálf alin upp
við það, að látast verða hrifin af gjöf-
um, sem ég kærði mig ekki hið
minnsta um. Letta skildi Óli líka, þeg-
ar ég hafði tóm til að ræða við hann.
Svar hans var sprottið af meðfæddum
heiðarleika hans, sem okkur öllum
þykir svo vænt um — undir vissum
kringumstæðum. — Þegar við erum
aðeins átta ára, stöndum við sem sé á
því stigi, að við teljum það alltaf rétt
að segja sannleikann, þegar einhver
spyr okkur. Og það kemur flatt upp á
okkur, þegar við verðum þess stund-
um vör, að fullorðna fólkið vanmetur
heiðarleika okkar í þessum efnum. —
Ef við óskum þess í raun og veru, að
börnin okkar virði sannleikann, verð-
um við alltaf, að minnsta kosti á með-