Heimili og skóli - 01.08.1954, Qupperneq 28
72
HEIMILI OG SKÓLI
yggis í heimilinu, að þau geti jafnan
ótta- og kvíðalaust trúað foreldrum
sínum fyrir öllum vandamálum sín-
um, öllum yfirsjónum, hvað, sem
henda kann.
Jafnframt er það mikilvægt, að við,
sem erum foreldrar þeirra, berum í
sannleika svo mikið traust til þeirra,
að við getum skilyrðislaust treyst heið-
arleika þeirra. Ef barn finnur, að því
er vantreyst og það tortryggt, hugsar
það eitthvað á þessa leið: , Jæja, fyrst
mér er ekki trúað, þegar ég segi satt,
þá er alveg eins gott að segja ósatt.“
í önn og erli hinna virku daga, get-
ur það oft komið fyrir, að þreytt móðir
eða þreyttur faðir saki barn sitt um
ósannindi, jafnvel þótt það sé að segja
satt. Hér er eitt dæmi:
Faðirinn tók eftir því, að Pétur var
örstutta stund inni í baðherberginu,
en það var komið að miðdegisverði, og
hann spyr Pétur, ltvort liann hafi nú
þvegið sér um hendurnar, eins og
hann átti að gera. Pétur svaraði því
játandi, enda þótt hann hefði í þetta
skipti þann hátt á, eins og drengjum er
títt, að láta vatnið renna yfir hendur
sínar og þerra þær síðan með þurrk-
unni.
„Lofaðu mér að sjá,“ sagði faðirinn
í höstum rómi. Og þegar hann sá, að
Pétur var enn býsna óhreinn um hend-
urnar, kallaði hann í reiði: „'Þú segir
ósatt! Heldurðu að það sé nokkur bót
fyrir þig að ljúga?“
Hér er annað dæmi: Jón spyr móður
sína: „Hvar er húfan mín?“ Móðirin
svarar með annarri spurningu: „Hvar
léztu hana, þegar þú komst heim?“
„Ég hengdi hana á snagann minn,“
svarar fón. „Þá hlýtúr hún að vera
þar,“ segir móðirin. „Já, en ég man al-
veg, að ég lét hana á snagann," heldur
}ón áfram. En þegar móðirin skömmu
seinna finnur húfuna úti í horni, seg-
ir hún: „Það bætir sannarlega ekki fyr-
ir þér að ætla að fara að skrökva að
mér.“
Ef við íhugum málið, munum við
brátt komast að þeirri niðurstöðu, að
við högum okkur oft eins og hann Jón
litii. Við erum reiðubúnir til að sverja
það, að við höfum lagt lyklana í skál-
ina á kommóðunni, við erum sann-
færð um, að einhver hefur haft hönd
á þeim, allt þar til við finnum þá í vas-
anum á regnfrakkanum okkar. Við
höfum sem sé fullkomlega gleymt því,
að við notuðum þá fyrr um daginn.
Óttinn er þó ekki nærri því alltaf
orsök til ósanninda barna Lönímn í
O
sælgæti og skemmtanir, tilhneigingin
til að komast hjá að vinna leiðinleg-
verk, geta einnig oft átt þátt í ósann-
indum þeirra.
Börnin ljúga sig fyrst frá skyldu-
störfunum heima, svo sem náminu, til
þess að geta leikið sér. Seinna verða
þau svo að nota sama bragðið í skólan-
um, þegar þau eiga að gefa skýringu á
vanrækslum sínum við heimanámið.
Stundum svíkja börnin sig frá skyldu-
starfinu með því að skrifa upp verk-
efni eftir annað barn o. s. frv.
Stundum segja börn ósatt, eins og
fullorðnir, til þess að sverta aðra, t. d.
vegna afbrýðisemi eða öfundar, til
þess að hefna sín fyrir eitthvað, svo að
einhverjar ástæður séu nefndar.
Undir öllum þessum kringumstæð-
um er nauðsynlegt, að við gerum okk-
ur grein fyrir, að lygin er í sjálfu sér
alltaf sjúkdómseinkenni. Ef við eigum