Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 30

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 30
74 HEIMILI OG SKÓLI sungin ljóð eftir hann. Á eftir var gengið að Hraunsvatni. Veður var hið fegursta og förin mjög ánægjuleg. Síðasta kvöld mótsins var að mestu helgað Snorra Sigfússyni, sem nú lætur af námsstjórn á Norðurlandi. Barna- kór Akureyrar söng undir stjórn Björgvins Jörgenssonar, og Orn Snorrason flutti snjallan gamanþátt. Að því loknu hófst kveðjusamsæti fyr- ir Snorra og frú hans. Stjórnaði Eirík- ur Sigurðsson jrví. Aðalræðuna flutti Hannes J. Magnússon, skólastjóri, og tilkynnti, að sambandsfélögin hefðu ákveðið að gefa Snorra málverk. Lítil stúlka færði þeim hjónum blómvönd. — Næst töluðu skólastjórarnir, Sigurð- ur Gunnarsson og Björn Daníelsson. E>á afhenti Jón Þ. Björnsson Snorra ljósmynd af Hólum í Hjaltadal, sem sérstaka gjöf frá Kennarafélagi Skaga- fjarðar. — kvæði fluttu Kári Tryggva- son og Magnús Pétursson. Margir fleiri tóku til máls og fluttu kveðjur og þakkir. Mikið var sungið undir borðum. Að síðustu flutti Snorri Sigfússon ræðu. Þakkaði hann samstarf liðinna ára og vináttu. Einnig þakkaði hann þann heiður, sem honum væri nú sýndur. Þá var 6. móti Sambands norð- lenzkra barnakennara slitið. Eins og áður getur, voru nokkur kvölderindi flutt á mótinu. Voru þau fjögur alls. 1) Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri: Skólalöggjöfin og framkvæmd hennar. 2) Dr. Broddi Jóhannessoon: Að vera maður. 3) Dr. Matthías Jónasson: Starfrænt nám og greindarmælingar. 4) Snorri Sigfússon, námsstjóri: Skólarnir og framtíðin. Auk þessa fluttu eftirtaldir menn fræðsluerindi fyrir kennara: 1) Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri: Úr utanför. 2) Dr. Broddi Jóhannesson: Gömul vísa“. 3) Jóhannes Ó. Sæmundsson, kenn- ari: Um reikningskennslu o. fl. 4) Sigurður Gunnarsson, skóla- stjóri: Um starfsuþpeldisfræði og kennslu byggða á henni. 5) Snorri Sigfússon, námsstjóri: Sparifjársöfnun í skólum. 6) Helgi Tryggvason, kennaraskóla- kennari: Söngur og söngkennsla í barnaskólum. 7) Þorsteinn Éinarsson, íþróttafull- trúi: Um íþróttir og hagnýta beitingu líkamsorkunnar. 8) Matthías Þorfinnsson og Stefán Ó. Jónsson: Starfsíþróttir. Þingið samþykkti meðal annars eft- irfarandi tillögur: 1) Aðalfundur S. N. B., haldinn á Akureyri vorið 1954, telur, að sam- vinna presta og kennara um kristin- dóms- og uppeldismál, sé svo mikil- væg, að full ástæða sé til að efnt verði þar til skynsamlegra samtaka. Því beinir fundurinn þeim tilmælum til forystumanna þessara stétta, að þeir athugi möguleika á skiptdegri sam- vinnu um þessi mál. 2) Aðalfundur S. N. B. 1954 ályktar, og leggur á það mikla áherzlu, að miða skuli reikningskennslu barnaskólanna eingöngu við það, að hún verði traust undirstaða að þátttöku unglinganna í daglegum störfum og atvinnulífi þjóð- arinnar. Álítur fundurinn, að yngstu

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.