Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 31

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 31
HEIMILI OG SKÓLI deildum verði árangursríkast, að kennslan sé mjög hlutlæg og starfræn, mikill hugareikningur og talnaþjálf- un, en í eldri deildum sé jafnan ræki- leg, munnleg tjáning, samhliða skrif- legum verkefnum. Hraðað sé undir- búningi að útgáfu nýrrar kennslubók- ar með slíku sniði, og skorar fundur- inn á fræðslumálastjórn að stuðla ötul- lega að samningu og útgáfu þvílíkrar bókar og láta einskis ófreistað, til þess að útgáfan verði vönduð og vel útlít- andi og geti sem fyrst komið að not- um. 3) Aðalfundur S. N. B., haldinn á Akureyri dagana 30. maí til 3. júní 1954, beinir þeirri áskorun til yfir- stjórnar fræðslumálanna, að hún hlut- ist til um, að upp verði teknar í Kenn- araskóla íslands leiðbeiningar í vinnu- kennslu, á grundvelli þeirrar starfs- uppeldisfræði, sem nú ryður sér ört til rúms í skólurn erlendis. Jafnframt beinir fundurinn þeini eindregnu til- mælum til fræðslumálastjórnarinnar og til stjórnar S. í. B., að unnið verði í næstu framtíð miklu markvissara en verið hefur að útgáfu bóka og ýmissa gagna, sem nauðsynleg eru, til þess að starfræn kennsla verði almennt upp tekin í skólum landsins. 4) Mót S. N. B. 1954 lítur svo á, að skemmtanalíf æskunnar þurfi nú mik- illa úrbóta við, ef vel á að fara. Þess vegna skorar kennaramótið á fræðslu- málastjórn landsins að ráða nú þegar hæfan mann til þess að hafa á hendi forystu- og leiðbeiningastarf varðandi skemmtanalíf æskunnar í landinu. 5) Aðalfundur S. N. B. 1954 lætur í ljósi ánægju sína yfir því, að Lands- bandi íslands hefur ákveðið að beita 75 sér fyrir sparifjársöfnun skólabarna, og þakkar jafnframt Snorra Sigfússyni, námsstjóra, fyrir ötult brautryðjenda- starf á þessu sviði. 6) Mót norðlenzkra barnakennara 1954 lýsir megnri andúð á starfsemi þeirra manna, er standa fyrir útgáfu alls konar sakamálatímarita, sem flytja glæpa- og afbrotasögur og hófu göngu sína á síðastliðnu ári. Telur fundurinn nauðsynlegt, að nöfn þessara útgef- enda séu birt og skorar á viðkomandi stjórnarvöld að hlutast til um, að svo verði. Lesefni þessara tímarita, ásamt ýmsum kvikmyndum um sama efni, og svonefnd „hazardblöð“ eru tvímæla- laust siðspillandi fyri'r börn og ung- linga og því óhæf til lestrar eða sýning- ar hjá menningarþjóð. 7) Mót S. N. B. 1954 telur sérstaka ástæðu til þess að láta í ljósi ánægju sína yfir því, að smíði hins nýja kenn- araskóli verði hafin á þessu sumri. Mótið lítur svo á, að framkvæmd þessi sé hin mikilvægasta fyrir alla þróun kennslumálanna í landinu og lætur í Ijósi þá eindregnu ósk, að byggingu skólans sé hraðað eftir fremstu getu. 8) Mót S. N. B. 1954 fagnar því mjög, að Bókabúð Menningarsjóðs hefur tekið að sér útvegun og söhi á margvíslegum skólavörum, skólatækj- um og erlendum handbókum fyrir kennara. Telur mótið það mikilvægt fyrir kennara og alla starfsemi skól- anna. Jafnframt þakkar mótið Bóka- búð Menningarsjóðs fyrir hina eftir- tektarverðu bóka- og tækjasýningu, sem menn hafa notið hér þessa daga. 9) Mót S. N. B. 1954 lítur svo á, að í uppeldisstarfi skólanna komi fram margvísleg vandamál, sem ekki er á O O

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.