Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 34

Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 34
78 HEIMILl OG SKÓLI Mikið íþróttalíf hefur verið í skól- anum í vetur og keppt í mörgum greinum. 17. okt. fór fram sundkeppni og var keppt um Snorrabikar. 80 börn tóku þátt í keppninni í 10 sveitum. 13. febrúar fór fram keppni í skaýtaboðhlaupi. 72 börn tóku þátt í þessari keppni. Keppt var um bikar, sem Bókaverzlun Axels Kristjánssonar hafði gefið. Þann 17. febrúar fór fram fimleika- keppni milli allra deilda 6. bekkjar. Keppt var um bikar, sem Magnús Pét- ursson, kennari, hafði gefið. A-sveit 6. bekkjar í 13. stofu sigraði í skíða- og skautakeppninni, sami bekkur sigraði einnig í fimleika- keppninni. 7. apríl fór svo loks fram keppni í skíðagöngu. Keppt var um bikar, sem Bókaverzlun POB hafði gefið skólan- um. Sveit drengja í 5. bekk vann gönguna. Tekin var upp sú nýbreytni við skólann, að skólabörnin völdu sér skip úr kaupskipaflotanum til að hafa sam- band við. Er þetta algengt á Norður- löndum, fá þá einstakir skólar að skíra skip, er þau hlaupa af stokkunum, og hafa svo samband við þau eftir það, skiptast á bréfum, smágjöfum o. fl. — Baraaskóli Akureyrar valdi sér skipið Hvassafell, sem á heimahöfn á Akur- eyri, og sambandið var tekið upp með þeim hætti, að skólabömin skrifuðu skipverjum og sendu þeim ofurlitla bókagjöf fyrir jólin, sem eins konar vísi að bókasafni. Mæltust þau til að mega hafa samband við skipið næstu ár. Þessu var frábærlega vel tekið af skipverjum, og hafa skólabörn síðan

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.