Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 35
HEIMILI OG SKÓLI
79
fengið mörg ágæt og fróðleg bréf frá
skipverjum á Hvassafelli, þar sem það
hefur verið statt í erlendum höfnum.
Þessi fróðlegu og skemmtilegu bréf
hafa svo verið lesin upp í hinum ýmsu
bekkjum skólans, einnig hafa þeir sent
myndabækur, póstkort og fleira smá-
vegis. Ætlunin er síðar að fá inenn af
Hvassafelli til að koma í skólann og
flytja þar erindi.
Skömmu eftir áramót barst fynr-
spurn frá Álasundi um, hvort hugsan-
legt væri að Barnakór Akureyrar gæti
komið til Álasunds um miðjan júní og
sungið þar við opnun fiskimálahátíð-
ar. Var boðin ókeypis dvöl í Álasundi
og margs konar fyrirgreiðsla. Var nú
farið að athuga möguleika á að taka
jiessu tilboði. Og varð það úr að kór-
inn fór með Gullfaxa þann 12. júní,
29 börn ásamt nokkrum kennurum.
Dvaldi hann um hálfan mánuð í Nor-
egi, lengst í Álasundi. En fór þaðan til
Bergen, Voss og Osló og söng á öllum
stöðunum og var hvarvetna tekið
forkunnar vel. Heim kom kórinn aft-
ur til Reykjavíkur sunnudaginn 27.
júní og söng þar við ágætar viðtökur.
Söngstjóri kórsins er Björgvin Jörg-
ensson.
Fjórir foreldrafundir hafa verið
haldir við skólann á vetrinum.
Eftir áramótin barst skólanum gjöf
frá skólabörnum. Var það nýtt og full-
komið segulbandstæki, sem hefur ver-
ið mikið notað í skólanum á margvís-
legan hátt, Og þykir hinn þarfasti
gripur.
Ársskemmtun skólabarna fór fram
síðast í marz og var frábærlega vel sótt.
Voru sex sýningar, venjulega fyrir
fullu húsi og auk þess þrjár sýningar
fyrir skólaböm.
Sú breyting varð á fræðsluráði skól-
ans við síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar, að tveir fræðsluráðsmenn létu af
störfum, I>au Elísabet Eiríksdóttir,
kennslukona, sem verið hefur í skóla-
nefnd og fræðsluráði í 27 ár, og Bryn-
leifur Tobiasson, sem verið hefur í
skólanefnd og fræðsluráði í fjölda ára.
Og formennsku í fræðsluráði höfðu