Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Page 41

Heimili og skóli - 01.08.1954, Page 41
HEIMILI OG SKÓLI 85 þið öðluðust öll. Bezt af öilu er að festa hugann við það hlutverk sem fyrst, og keppa síðan að því með óþreytandi ár- vekni, dugnaði og samvizkusemi, þar til settu marki er náð. — Latneskur talsháttur segir: Ekkert gefur lífið þeim dauðlegu án mikils erfiðis. — Til þess að ná settu marki, þarf oftast að erfiða mikið, sýna óþreyt- andi dugnað og samvizkusemi. Saga allra mikilmenna og velgerðarmanna mann- kynsins, þeirra, sem komizt hafa fram úr fjöldanum á sviði mannkosta og hvers konar snilli, sýnir og sannar, að þeir hafa kannske fyrst og fremst komizt svo langt, vegna ódrepandi elju, áhuga og sjálfsaga. Á þessa staðreynd vildi ég minna ykkur, á þessum merkilegu tímamótum í lífi ykkar, og biðja ykkur að gleyma ekki. Vitur maður hefur sagt, í hugleiðingum um listina að lifa, að enginn væri fyllilega með sjálfum sér, sem ekki hefði sanna ánægju af því að vera til, og skoðaði lífið sem ómetanlega fagnaðargjöf. Og enginn er með sjálfum sér, segir hann, sem ekki þakkar daglega fyrir þessa dýnnætu gjöf lífsins, og þann kraft að geta komið ein- hverju í verk. Þá trú vildi ég, kæru fullnaðarprófsbörn, að þið mættuð öll öðlast, — þá trú, að lífið væri dásamleg fagnaðargjöf, sem ykkur bæri að bakka Guði daglega fyrir, — fagn- aðargjöf, til þess að geta látið eitthvað mikið gott af sér leiða, — og að allt ykkar líf og starf væri mótað af því því hugarfari. — Þá hygg ég, að þið kynnuð listina þá að lifa. Ég var nýlega að lesa ævisögu eins hins mikilhæfasta og gagnmerkasta manns, sem lifað hefur á Norðurlöndum, Norðmanns- ins Friðþjófs Nansens. Hann var einn allra mesti landkönnuður, vísindamaður og mannvinur sinna tíma, og er því æviferill hans bæði viðburðamikill og lærdómsrík- ur. Þennan mann dái ég meira en flesta aðra, sem ég hef lesið um. Ævisöguritarinn segir á einum stað um hann á þessa leið: „Þessi viljasterki maður, sem svo nærri liggur að kalla smið gæfu sinnar, taldi sig á engan hátt slíkan töfrasmið. Sjálfsíþrótt æskuára hans breyttist snemma í auð- mjúka þökk fyrir gjafir þær, sem honum höfðu hlotnazt, og störfin, sem honum auðnaðist að vinna af hendi. — En hann var enginn Aladdín. Hann bar sigur úr býtum vegna látlausrar þjálfunar og ódrepandi þrautseigju, — en það eru skil- yrði hvers konar yfirburða og einkunn þeirra.“ Hér er enn eitt áþreifanlegt dæmi, ungu vinir, um pilt, sem varð afburðamaður, sem komst að settu marki, og sigraði hverja raun með látlausu erfiði og óbug- andi þrautseigju. Það er því miður ekki aðstaða til að rekja hér æviferil þessa stór- merka manns. En ég ætla að lofa ykkur að heyra örlítinn bréfkafla, sem hann skrifaði nokkrum brezkum drengjum, bréfkafia, sem ég vil gera að mínum eigin orðum til ykkar. Þessir drengir höfðu heimsótt Nan- sen til Noregs og fært honum mót eða líkan af landkönnunum þeim, sem hann hafði gert við Norðurheimskautið. Þessi heimsókn drengjanna, og virðing' sú og lotning fyrir störfum hans, sem fólst í gjöf þeirra, gladdi Nansen mjög og hlýjaði honum um hjartaræturnar. Bréfkaflinn er svona: „Þið eruð ungir, vinir mínir, og þið eigið lífið fram undan með öllum sínum dásamlegu möguleikum og ævintýrum. Ég er sannfærður um, að einhverjir ykkar eiga eftir að verða miklir uppgötvarar á einhverju sviði. Allir erum við uppfinn- ingamenn í lífinu, hvaða götu, sem við göngum. En ég vil gefa ykkur eitt ráð: Gefizt ekki upp við þau störf, sem þið hafið byrjað á. Hættið ekki, fyrr en verk- inu er að fullu lokið, og það vel af- hendi leyst, hvað svo sem það kann að vera. Gefið ykkur að því af óskiptum huga og hjarta. Hættið aldrei við hálfnað verk, en ljúkið við það eftir beztu getu, eins og þið hafið gert að þessu sinni, og gerið ykkur aldrei ánægða með neitt, fyrr en þið eruð sannfærðir um, að þið getið það ekki bet- ur. Það er ótrúlegt, hve mikið lærist á því að leysa eitthvað reglulega vel af hendi. Ég er viss um, að það er mikis verður leyndardómur fyrir því að komast áfram í

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.