Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 42
86
HEIMILl OG SKÓLI
Fer aginn í skólunum versnandi?
Eftir J. S. Várdal.
Greinarkorn þetta birtist s.l. vetur í
Norsk Skoleblad og kemur þar fram ýmis-
legt, sem rætt er um nú á tímum og m. a.
það, hvort erfiðara sé að halda uppi aga
nú en fyrir nokkrum árum. Hvort börnin
séu verr upp alin og agalausari nú en áð-
ur. Ef ég mætti skjóta því inn hér, hver
reynsla mín væri í þeim efnum, þá er hún
sú, að mér virðist sízt lakara að halda uppi
aga nú en áður fyrr, og nær reynsla mín
þó yfir rúm 30 ár. En nú er bezt að gefa
hinum norska kennara orðið. Og þó að ég
sé honum ekki fyllilega sammála í öllum
atriðum, taldi ég rétt að birta grein hans
hér í ritinu. — Ritstj.
í blöðunum birtast nú æði oft
kvartanir yfir versnandi aga í skólun-
um. I'-að er sagt að börnin séu qrðin
leið á skólanáminu, bæði utan skólans
og innan. Þau beri ekki virðingu fyr-
ir nokkrum hlut o. s. frv.
Frá mínu sjónarmiði eru börnin ná-
kvæmlega eins og þau hafa alltaf verið,
og alls ekki leiðari á náminu en þau
hafa verið, nema síður sé. Og þó er
hér eitthvað að. Það er sagt, að skiln-
ingur á barnseðlinu hafi aukizt. Ungir
hoiminum, — og það gefur tilfinningu fyr-
ir því, að þið breytið eins og sæmir mönn-
um. Og allir erum við í heiminn bornir til
þess að inna af hendi okkar hlutverk, —
og gera það vel. Það eru slíkir menn, sem
heimurinn þarf nú á að halda, og þið, ungu
vinir mínir, ætlið að verða einhverjir
þeirra. — Við lifum á erfiðum tímum.
Veröldin, eins og' hún er nú, vekur að lík-
indum litla bjartsýni á framtíðina. En tím-
amir eru merkilegir. Margt ber við á
hverjum degi. Oteljandi viðfangsefni bíða
úrlauhnar. Það eruð þið, sem eigið að ráða
yfir framtíðinni og gera veröldina byggi-
legri. — Eitt er það, sem ég hygg að hafi
einkum þýðingu. En það er að leitast við
eftir því sem unnt er, að auka skilning
og traust meðal þjóðanna, og á þann hátt
meiri og betri samvinnu.“
í orðum þessa snilldarmanns kemur
fram margt af því bezta, sem ég get óskað
ykkur á þessari kveðjustund. Gleymið
ekki að gera ykkur aldrei ánægð með neitt,
fyrr en þið eruð sannfærð um, að þið get-
ið ekki gert það betur. Trúið því statt og
stöðugt, að þið séuð í heiminn borin til þess
að leysa af hendi göfugt og glæsilegt hlut-
verk. Og sannið til: Þið getið það. — Óvíst
er, hvort það verður hlutskipti ykkar að
auku traust og skilning meðal þjóða, svo
mjög sem þess væri þó þörf á þessum við-
sjárverðu tímum. En þið getið annað, sem
á sinn hátt er ekki síður mikils um vert.
Þið getið aukið skilning, traust og sam-
starf ykkar í milli og annarra, sem þið
starfið msð. Trúið því og treystið, góðu
vinir, að eitt af því nauðsynlegasta, já, ef
til vill því allra nauðsynlegasta, sem þið
þurfið að læra, til þess að öðlast sanna
lífshamingju, og þá jafnframt til þess að
kunna til fulls listina að lifa, er það, að
geta á fagran og drengilegan hátt umgeng-
izt það fólk, sem þið eruð með og starfið
með. Hin sannasta lífshamingja á jöröu
finnst aðeins í nánu samfélagi og samstarfi
við aðra menn.
Með þá einlægu von i huga, að ykkur
takizt, með vaxandi þroska, að læra hina
erfiðu list að lifa, kveð ég ykkur öll. Ég
endurtek þakkir mínir, og okkar kennar-
anna allra, fyrir fjölmargar ánægjulegar
samverustundir og óska ykkur allrar
blessunar, hvar sem leiðir ykkar kunna að
liggja.