Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 43
HEIMILI OG SKÓLI
87
kennarar komi nú til starfa frá kenn-
araskólunum með margar nýjar hug-
myndir og mikla þekkingu á því,
hvernig eigi að umgangast börn, og þó
gangi þeim stjómin ekki betur en
raun er á.
Nú ætla ég að segja ykkur mína
skoðun á þessum hlutum.
Það er aðeins ein aðferð til þess að
læra að skilja böm, og hún er sú að
vera með þeim, lifa og starfa með
þeim — lengi. Og sá, sem vill læra þá
list, að umgangast börn réttilega,
verður jafnframt að reyna að setja sig
inn í hin margbreytilegu skilyrði, sem
þau eiga við að búa í lífinu. Hann
verður sjálfur að þekkja lífið og gera
sér far um að setja sig í annarra spor.
Sá, sem vanrækir þetta, vinnur það
tap aldrei upp, og ekki einu sinni með
því að lesa barnasálarfræði. Og því
meira sem hann les af því tagi, því
heimskari verður ltann meðal bam-
anna.
Kennari, sem vill hafa góðan aga,
verður sjálfur að kunna að aga sjálfan
sig. Ef hann skiptir hið minnsta skapi,
þegar einhver nemandinn hagar sér
illa, hefur hann tapað leiknum. Hann
er þá ekki fær um að stjórna öðrurn.
Eitt hið mikilvægasta hlutverk kenn-
arans er að halda uppi góðum aga. En
hér er ma'rgt, sem getur komið honum
að gagni. Hann verður að þjálfa svo
persónuleika sinn og myndugleika, að
hann geti fengið hvaða óhlýðinn
strák sem er til að standa upp, er hann
skipar honum það, þótt hann hafi
neitað því. Þarna kemur einnig að
góðu haldi líkamlegt atgerfi. En á
hann að taka í hann? Já, það getur
verið nauðsynlegt, en hann má eLki
berja hann. Og kennari, sem hefur
eitthvert bein í nefinu, þarf þess held-
ur ekki. En ef honum finnst hann
þurfa að berja, þá er hann ekki til þess
fallinn að vera kennari í bæjarskóla.
Þá er það ekki lítils vert, að kennar-
inn sé vel að sér og kunni vel sín fræði,
og hann verður að kenna af lifandi
áhuga. Ef þetta er allt fyrir hendi, held
ég að aginn komi af sjálfu sér.
Eg sé stundum greinar í blöðum,
þar senr vikið er að því, að kennarar
verði að vera algjörlega hlutlausir og
óhlutdrægir í kennslu sinni, leggja
efnið fyrir án þess að taka afstöðu til
þess sjálfir.
Ef þetta á að vera einliver nýtízku
kennslu- og uppeldislist, verð ég að
segja, að ég trúi ekki á hana.
Kennarinn má ekki vera hlutlaus í
einni einustu námsgrein, eða svo
óhlutdrægur, að hann telji það skyldu
sína að leiða franr öll sjónarnrið, sem
til greina koma, jafnframt því, sem
hann hefur sjálfur myndað sér per-
sónulega. Það er ekki lrægt að ganga
fram hjá því, að kennarinn hefur sitt
persónulega sjónarmið, og þarf að
hafa það. Þetta sjónarmið setur nrark
sitt á alla kennslu hans, sjálfrátt og
ósjálfrátt. En umburðarlyndi verður
kennarinn að eiga. Sá, sem ekki er um-
burðarlyndur, er ekki til þess fallinrr
að kenna börnum frá ólíkum heimil
itm með ólíkunr skoðunum og úr ólíku
andrúmslofti.
Það er mikið unt það rætt nú, að
það þurfi að ala börnin upp á réttan
hátt. Hér er komið að höfuðatriðinu:
Kennarinn þarf að byrja á því að upp
ala sjálfan sig, og þá ekki síður foreldr-
arnir. Ég held að bæði kennari og fað-