Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 44

Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 44
<88 HEIMILI OG SKÓLI ir komist vel frá sínu uppeldishlut- veiki, ef þeir temja sér alltaf sem eðli- legasta framkomu, setji ekki upp ein- hvern óeðlilegan uppalandasvip í nærveru barnanna. Börnin eru býsna glöarerskyggn og láta ekki auðveldlega iS oO / oo o O blekkja sig. Við eigum ekki að þurfa að ganga stöðugt með þá hugsun, að nú séum við að fara með börn. Við eigum ekki að þurfa að fela neitt. Og við megum aldrei leggja trúnað á það, að einhvers konar uppeldisfræði geti komið í staðinn fyrir þessar kröfur, sem ég hef hér gert. Bezti uppalandinn er oftast möðir, enda þótt hún hafi ekki heyrt nefnda á nafn neina barna- sálarfræði. Kennaraskipti geta valdið erfiðleik- um í bekkjum, t. d. þegar forfalla- kennarar þurfa oft að koma þar, oft ungir og óreyndir kennarar. Eg hef oft veitt því athygli, að í hvert skipti, sem ungur og óreyndur forfallakennari kemur í bekk hjá mér, itafa börnin fundið upp á ýmsum hrekkjum, ekki af vonzku, heldur til að skemmta sér. Það hefur oft kostað talsvert erfiði að kippa þessu í lag aftur. F.g hef einnig veitt því athygli, að börn, sem ár eftir ár hafa óæfðan kennara, standa hinum langt að baki, sem njóta forsjár æfðra og duglegra kennara. Og nú verðurn við að hafa meira og minna af forfallakennslu, bæði í sveit og í borgum. Foreldrar gera sér ekki alltaf ljóst, itvað hér er um að ræða. Enda eru sumir foreldrar ánægðir, ef börnin lesa, og þeim er hlýtt yfir — héðan frá og hingað. — Annars má , aldrei vanrækja titanað- lærdóm að vissu ntarki, til að þjálfa minnið. Það var greinarkorn í blaði, sem kom mér til að skrifa þessar línur. Og ég vil bæta því við, að það er rík nauð- syn, að börnununt sé stjórnað með styrkri hendi. Það á ekki að semja við nemendurna um þær grundvallarkröf- ur, sem gera verður í hverjum skóla til að halda uppi aga og stjórn. Og kennari verður að hafa rétt til að vísa börnum úr skóla, ef þau geta ekki lilýtt lögum og reglum skólans eins og önnur börn í bekknum. Og það hefði átt að vera búið að setja fram þessa kröfu fyrir löngu. F.n hins vegar má aldrei gefa neinum kennara rétt til að berja annarra manna börn. Og þjinn rétt, til að kennarar líti eftir, að börn hagi sér sæmilega utan skólans, ætti að gera að skyldu. Það er ekki allt eins og það ætti að vera. Og svona hefur það alltaf gengið til. En látið ekki fræði- iegar lærdómsreglur blekkja vkkur svo, að þið afneitið reynslunni og brjóstvitinu. ,,Við erum allir uppal- endur“, var sagt í gamla daga. Það er meiri sannleikur í þeim orðum en menn gera sér almennt grein fyrir. H. J. M. þýddi. Gamall herramaður gekk eftir götunni og sá þá lítinn drenghnokka standa á hús- tröppum og reyna að teygja sig upp í dyrabjölluna. Hann teygði sig svo sem hann gat, en þegar það dugði ekki, reyndi hann að hoppa upp til þess að ná til bjöll- unnar, en allt var árangurslaust. Gamli maðurinn kenndi í brjósti um drenginn, gekk til hans, studdi á hnapp dyrabjöllunnar og sagði: „Jæja, litli vinur, Hvað svo?“ „Ekki veit ég, hvað þér ætlið að gera, en ég ætla að flýta mér burt.“

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.