Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
43
EIRÍKUR STEFÁNSSON:
Hvernig á aS tala
viá börnin?
„Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgdt skal höfð í ncerveru sálar.“
Þessi spekiorð Einars Benediktsson-
ar ættu að standa skýru letri skráð
í hverri kennslustofu og — ekki síður
— á hverju heimili. Þau ættu að brenn-
ast logaletri á hjörtu allra uppalenda.
Já, atorð eitt getur stundum ráðið
úrslitum, og skiptir þá oft meira máli
hvernig það er sagt, heldur en raun-
veruleg merking þess. Málblærinn —
tónninn í orðunum — er máttugur
bæði til jákvæðra og neikvæðra áhrifa.
Um það verður rætt hér lítillega.
Engri sérþekkingu er til að dreifa,
einungis þeirri reynslu, sem fengizt
hefur við það að hlusta á sjálfan sig
og aðra í uppeldisstarfi og sjá og finna
áhrif raddblæsins á ungviðið.
Allir vita, hve framsögn málsins
varðar miklu. Áhrif ræðu velta oft
mjög á flutningi hennar. Kernur þar
margt til greina, svo sem skýr flutn-
ingur, réttar áherzlur og hæfilegar, en
ekki sízt raddblær breytilegur eftir
efni. Því má bæta við, að þegar ræðu-
maður stendur frammi fyrir áheyrend-
um, eykur hann áhrif ræðu sinnar
með svipbrigðum og jafnvel ýmiss
konar handahreyfingum.
Saga er sögð af presti einum, sem
þótti afburða ræðumaður. Þess var
farið á leit, að hann léti prenta ræður
sínar, og varð hann við þeirri ósk. En
er menn lásu ræðurnar af bók, þótti
flestum fátt um. Hvað olli? Jú, það
kom sem sagt í ljós, að þær voru ekk-
ert framúrskarandi að efni, en þær
höfðu verið fluttar af snilld.
En ef það skiptir svo miklu máli,
hvernig rœða er flutt, er því þá ekki
eins farið um hversdagstal okkar? —
Vissulega. Og er þá komið að því, sem
er mergur þessa máls: Hvernig eigum
við að tala við börn?
Hér er ekki greitt um svör, því að
margt kemur til greina. Eitt er þroska-
munur. Enginn talar á sama hátt við
2 ára og 10 ára börn. En einnig er
margvíslegur munur á eðlisþáttum