Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 6
34
HEIMILI OG SKÓLI
brautir. Þess vegna held ég, að þessi
hreyfing hafi leitt gott eitt af sér inan
skólanna, þegar menn höfðu hlaupið
af sér liornin og lært af reynslunni. í
heimilunum varð hún örlagaríkari.
Eins og nærri má geta, var þessari
kenningu tekið með miklum fögnuði
af þeim hluta foreldra víðs vegar um
lönd, sem ekki tók foreldrahlutverk
sitt allt of hátíðlega. Þeir höfðu með
einu pennastriki verið leystir frá því
óskaplega striti, stríði og áhyggjum,
sem því fylgir að ala upp börn, að
minnsta kosti að verulegu leyti. Eftir
sem áður þurfti auðvitað að gefa
krökkunum að borða og klæði á kropp-
inn, en vandamál agans var leyst í eitt
skipti fyrir öll — bara að láta börnin
ráða sér sjálf. Hvílíkur gleðiboðskap-
ur!
Og svo var tekið að lifa eftir liinum
nýja sið. Nú gátu foreldrarnir andað
léttara og lyft sér upp í stað þess að
sitja alla daga yfir krökkunum. En
Adam var ekki lengi í Paradís. Einn
góðan veðurdag vöknuðu foreldrarnir
við það, að þeir voru ekki lengur hús-
bændur á sínu heimili. Börnin höfðu
tekið þar að sér alla stjórn, sem var
sannarleg óstjórn. En þá hefst síðasta
stigið í þessari þróun, en það var ör-
væntingarfull tilraun margra foreldra
til að ná völdunum á ný með tilheyr-
andi skömmum og refsingum.
Þessi þróun hefur verið hér nokkuð
ýkt og frá henni skýrt í mjög stórum
dráttum, en efnislega er hún rétt, þótt
hún sé hér látin gerast á styttri tíma
en í raun. Því miður tók það foreldra
ekki svona stuttan tíma að átta sig á,
hvað var að gerast í raun og veru á
heimili þeirra, og það er mála sannast,
að sumir hafa varla gert það enn.
Börn þarfnast ekki fyrst og fremst
frelsis. Það þarf þroska til að njóta
þess, svo að vel fari, en þau þarfnast
handleiðslu og öryggis.
Það tekur kannski ekki svo langan
tíma að steypa af stóli gamalli dyggð
eins og hlýðninni, en það tekur óra-
langan tíma að koma henni örugglega
í sæti sitt aftur. Því er hins vegar ekki
að neita, að uppalendur á öllum öld-
um, og jafnvel foreldrar, hafa misnot-
að þessa dyggð herfilega og gert hana
að skálkaskjóli ýmiss konar harðneskju
og jafnvel giimmdar í garð barnanna.
Hún hefur verið notuð til að ala upp
í þeim þrælslund, og hún hefur verið
notuð til að gera börn að vinnuþræl-
um og þægilegu verkfæri í höndum
fullorðinna manna. Það er því ekki
alveg út í hött, að menn vildu hrinda
hlýðninni af stóli sem tákni gamallar
harðneskju.
Svona má misnota dyggðir í þjón-
ustu hins illa.
„Hann fór með þeim til Nazaret og
var þeim hlýðinn,“ stendur þar.
Hlýðnin er í eðli sínu dásamlegt tæki
eða öllu heldur tækifæri, eiginleiki,
sem höfundur lífsins leggur í brjóst
hverju barni. Hann fær hverjum for-
eldrum þetta tækifæri til að ala upp
góða og batnandi menn. Þessi sveigj-
anleiki barnseðlisins til hlýðni við
vilja foreldranna er dásamleg vöggu-
gjöf, en hún leggur óskaplega ábyrgð
á herðar uppalandans. Jafnvel nýfædda
barnið í vöggunni á sinn vilja. Hlýðni
er ekki fólgin í því að brjóta þennan
vilja. Það er ekki uppeldi. Vandinn er