Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 53 Það ber að fagna því, að nú er bóka- útgáfan Branner og Korch að senda frá sér samstæðu af E. P. plötum, þar sem við heyrum alls 100 fuglaraddir. stendur þessi útgáfa í sambandi við mikið verk, sem er að koma út og heit- ir Fuglar Danmerkur (Danmarks Fugle). Allt bendir til þess, að þarna séum við að fá úrvals safn af fugla- röddum fyrir tiltölulega lág)t verð, en platan kostar 13.50 (danskar). En þær eru alls 12. Það er vert að benda á, að þarna hafa náttúrufræðikennarar fengið hið ágætasta kennslutæki. Það er mjög sennilegt, að þessar og aðrar hliðstæðar plötur verði í fram- tíðinni fastur þáttur í allri dýrafræði- kennslu. Þetta kom fram á UNESCO- mótinu í Genf, sem fjallaði um skóla- bækur, þar sem bent var á nauðsyn þess að gefa út slíkar plötur og skugga- myndasamstæður til notkunar með meira og minna þurrum kennslubók- um til að uppörfa nemendur og vekja áhuga þeirra og skilning á lestrarefn- inu.. Og það liggur í augum uppi, að ekki er hægt að fylgjast með tímanum í kennsluháttum án þess að taka í þjón- ustu sína hin nýjustu og beztu kennslu- tæki, sem völ er á hverju sinni. Á plötunum er mjög skýr texti, þar sem skýrt er frá hvaða raddir eru á hverri plötu. Plötur með dýraröddum eiga að vera til í hverju skólatækja- safni. Svend Kaulberg. Eftirmáli. Er ekki kominn tími til að fræðslumálastjórnin íslenzka eða Ríkisútgáfa námsbóka fari að undir- búa upptöku á öllum íslenzkum fugla- röddum og gefi þær síðan út á plötum, sem skólarnir ættu aðgang að? H. J. M. Bækur og rit Heimili og skóla hafa borizt tvær nýjar bækur frá Ríkisútgáfu námsbóka, og fjalla báðar um tónlistarkennslu. Við syngjum og leikum eftir Guðrúnu Páls- dóttur og Kristján Sigtryggsson, söngkennara í Reykjavík. Þetta er vinnubók í tónlist, 3. hefti, og er prentað sem handrit. En Söng- kennarafélag íslands stendur að útgáfunni. Það er ætlazt til, að börnin fái þessa bók í hendur og vinni að ýmsum tónverkefnum með hjálp bókarinnar. Þarna læra þau t. d. tónstigann, þagnarmerki, taktskiptingu o. fl. Þessi vinnubók er 16 blaðsíður að stærð. Hljóðfall og tónar eftir Jón Ásgeirsson söngkennara nefnist hin bókin, sem einnig er vinnubók í tónlist, og stendur Söngkenn- arafélag íslands einnig að útgáfu hennar. Þetta mun vera algjör byrjendabók í tón- fræði. Eins konar „Gagn og gaman“ á sviði tónlistarinnar. Báðar þessar bækur þjóna vafalaust vel þeim tilgangi að vera byrjendabækur á þessu sviði. Átthagafreeði, eftir ísak Jónsson, skóla- stjóra. Ríkisútgáfa námsbóka er nú að verða allstórvirk og nú síðast sendir hún frá sér nýja átthagafræði eftir ísak Jónsson skóla- stjóra. ísak hefur ekki hraðað því úr hófi að senda frá sér þessa bók, þar sem hann hef- ur nú kennt átthagafræði nálega í 40 ár. Honum hefur þó ékki gengið þar til seinlæti, því að um það verður ísak varla sakaður. Hitt er sönnu nær, að honum mun liafa þótt sem seint eða aldrei væri lagður þarna nógu traustur og fullkominn grundvöllur. Þessi bók er heilt ævistarf, sem unnið hefur verið af fágætri samvizkusemi og dugnaði, og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.