Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 12
40 HEIMILI OG SKÓLI Leiábeint um 96 starfsgreinar Æskulýðsheimili templara á Akur- eyri gekkst í þriðja sinn fyrir starfs- fræðsludegi 1. apríl sl., og gáfu þar samtals 65 menn leiðbeiningar um 96 starfsgreinar, sem ungt fólk getur átt um að velja í þjóðfélaginu. Sóttu starfs- fræðsluna nokkur hundruð unglinga, þar á meðal 43 úr Ólafsfirði. Skipu- lagði Ólafur Gunnarsson störf dagsins. 482 unglingar spurðu. Daginn áður, laugardaginn 31. marz, flutti Ólafur Gunnarsson erindi í Borgarbíó, er hann nefndi „Æskan á kjarnorkuöld“. Ræddi hann þar um greindarmælingar barna, er þau hefja nám, að unglingar yrðu í sama skóla allt skyldunámið, og nauðsyn þess, að skólastarfið miði að ákveðinni mann- gildishugsjón. Á eftir erindinu var sýnd íslenzka litkvikmyndin „Sjósókn og sjávarafli“. Á annað hundrað manns var á samkomunni. Á sunnudaginn var leiðbeint í 96 starfsgreinum af 65 leiðbeinendum úr atvinnulífinu. — Alls spurðu 482 um hinar ýmsu atvinnugreinar. Á síðasta starfsfræðsludegi voru þeir 402. Starfs- fræðsludagurinn var í barnaskóla Ak- ureyrar. Setningarathöfn fór fram í hátíðasal skólans. Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri, bauð leiðbeinendur velkomna og flutti setningarávarp. Sér Pétur Sig- Ingibjörg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona raðir um hjúkrun. Ljósm. H. Ingimarsson.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.