Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 20
48 HEIMILI OG SKÓLI að bera örvæntingu mína og einstæð- ingsskap! En það var eins og ég hrópaði út í óendanlegt tómt rúm, sem bar orð mín aftur til baka eins og dauft berg- mál. Loks hætti ég. Ég neitaði að hlusta á hin uppörfandi og vingjam- legu orð prestsins og ég gekk minn dimma veg alein, lengra og lengra inn á hinar hættulegu leiðir sársaukans og sj álfshyggj unnar. Á þessari einmanagöngu minni kynntist ég mörgu öðru fólki, sem þjáðist af sorg. Þar á meðal var maður einn, sem misst hafði einkason sinn, roskin, barnlaus ekkja, ung stúlka, en báðir foreldrar hennar höfðu farizt í eldsvoða og mörgum, mörgnm öðmm kynntist ég, sem þjáðust eins og ég. Þeir, sem voru nógu trúarsterkir, uxu upp úr þessari sorg, en hinir hvörfluðu um í örvæntingu, rótlausir og von- lausir. Við gátum öll sagt frá því, að við hefðum beðið guð að hjálpa okk- ur til að bera sorg og söknuð, en að ekkert hefði gerzt. Hvers vegna svar- ar hann bænum annarra manna, en aldrei okkar bænum? spurðum við. Ég skildi það fyrst hve sljó ég hafði verið desemberkvöld eitt 16 mánuð- um eftir að maðurinn minn dó. Til þess að flýja frá minningunum, sem gerðu mér lífið að eins konar helvíti á hinu gamla heimili, hafði ég tekið mér ferð á hendur til Lundúna. — Fyrstu dagana þar átti ég mjög ann- ríkt við að fá mér einhvem dvalar- stað og hafði því ekki tíma til að hugsa mikið um liðna tíð. En eftir hálfan mánuð rakst ég á gamlan við- skiptavin mannsins míns. Það varð til þess, að minningarnar brutust fram á ný. Hugsunin um að þurfa að hverfa heim í gamla, tómlega heimilið aftur varð mér svo óbærileg, að ég gat ekki tekið mér neitt annað fyrir hendur en að reika um götur borgarinnar. Myrkrið datt á, og þétt þoka lagðist yfir milljónaborgina. Ég heyrði klukku slá í fjarska. Hún sló átta. — Þegar ég beygði frá Old Bromtongötu og inn í Drottningargötu, sá ég kirkju eina koma fram úr þokunni. Dyr hennar stóðu opnar. Fram á varir mín- ar kom hin gamla bæn: Hjálpaðu mér! — Hjálpaðu rnér! Þreytt og von- laus gekk ég inn í kirkjuna. Þetta var lítil, kuldaleg og sagga- full kirkja og dauf birta kom aðeins frá þremur flöktandi kertaljósum. Við þessa litlu skímu gat ég greint raðir af tómum kirkjubekkjum. Ég nam staðar, og vissi naumast hvaða erindi ég átti hér inn. En þá var kyrrðin skyndilega rofin af örvæntingarfull- um, þungum ekka. Mér duldist ekki, að það var karlmaður, sem grét þama hásum, þjáningafullum gráti. Fyrstu viðbrögð mín við þessu fyr- irbæri vora ótti, og ég hafði þegar snú- ið mér við til að hlaupa út úr kirkj- unni. En sársaukinn í þessum hálf- kæfða ekka, sem bergmálaði í tómri kirkjunni, þvingaði mig til að nema staðar við dyrnar. Eiginlega á móti vilja mínum gekk ég á hljóðið inn- eftir kirkjunni. Allt í einu sá ég sam- anhnipraða mannveru í einum af innstu bekkjunum. Hrædd og hikandi lagði ég hönd mína á herðar manns- ins og spurði: „Get ég nokkuð hjálp- að yður?“ Hann leit upp og horfði á

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.