Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 22
50 HEIMILI OG SKÓLI fékk hana þegar. Ég hafði einnig litið á þetta sem ánægjulega tilviljun. Ég hafði kviðið fyrir fyrstu jólun- um án mannsins míns, en að minsta kosti þrenn hjón, sem ég þekkti mjög lítið, buðu mér að vera hjá sér um hátíðamar. Nágrannar mínir fylgdust stöðugt með mér og voru alltaf viðbúnir að rétta mér hjálparhönd, og aðstoðar- ritstjórinn við blaðið, sem hafði eytt miklum tíma í að setja mig inn í starf mitt, meira að segja lagt fram talsvert erfiði til að hressa upp á stafsetningar- kunnáttu mína, einnig hann var ekk- ert nema hjálpsemi og greiðvikni. Hvarvetna hafði ég hitt fyrir vingjarn- legt, hjálpsamt og skilningsríkt fólk. Og nú voru tvær ókunnugar mann- eskjur staddar inni í lítilli kirkju í Lundúnum til að fá þar að vita, hvemig guð svarar bænum okkar. Hann lætur ekki kraftaverk gerast, er í einni svipan þurrkar út sorg og von- leysi. Svarið er að finna í mörgum og oft smáum atvikum — vinum, sem standa við hlið okkar, þegar við eigum sem bágast. Bænheyrslan felst í brosi, léttum hlátri sem getur látið’ okkur gleyma, að minnsta kosti um stundar- sakir, sorg okkar og trega. Bænheyrsl- an felst ekki sízt í því, að kærleiksrík- ir vinir okkar og góðvild þeirra varpa birtu á hina dimmu daga. Svona hjálpar guð okkur til að komast yfir mestu erfiðleikana og safna kröftum til að lifa á ný. H. J. M. þýddi. í frímínútum. — Ljósm. P. Gunnarsson.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.