Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 26
54 HEIMILI OG SKÓLI það má óhætt fullyrða, að enginn maður á ís- landi býr nú yfir þeirri þekkingu, tækni og reynslu í þessari merkilegu námsgrein, sem Isak Jónsson. Hann hefur líka notið mikils trausts, og þegar hann hefur lokið við þetta verk, sem lengi mun standa sem grundvöllur átthagafræðikennslunnar, er honum óhætt að anda léttara. Hann hefur komið þekking- unni og reynslunni í hendur annarra. Það verður varla Isaks sök, þótt eitthvað bresti á, að þeir kunni að fara með hana og hagnýta hana. Það kemur smátt og smátt. Þetta eru að vísu ekki ný fræði fyrir íslenzka kennara. ísak Jónsson hefur sennilega kennt þorranum af íslenzkum bamakennurum, sem nú em í starfi, og þeir finna þarna í bókinni marga gamla og góða kunningja. Þetta er allmikil bók, eða rúmar 250 bls. Hún skiptist í 25 höfuðkafla og fjölmarga undirkafla. Hér er þess enginn kostur að gefa yfirlit um efni bókarinnar, en hér verður af handahófi tekinn ofurlítill þáttur úr kafla, sem höfundurinn nefnir: Hinir þrír stóru. En svo nefnir höfundurinn hina þrjá höfuð- aðila kennslustofunnar: Barnið, verkejnið, kennarann. Hann segir meðal annars um kennarann: „Kennarinn verður að vera valinn mann- kostamaður og hneigður til starfsins. Hann verður að muna vel bernsku sína og æsku og hafa ánægju af að umgangast sér yngri menn, vera bamavinur og mannþekkjari. Hann verður að vera fjölmenntaður og síbatnandi, skilja mikilvægi hlutverks síns og hafa ríka ábyrgðartilfinningu og næma sómatilfinn- ingu. Kennari þarf að ala sig upp í að verða sterkur skapgerðarmaður með einbeittan og áhrifaríkan persónuleika, sem reynir að sigra hverja þraut, eigi hann að vera leiðtogi, sem nemendurnir treysta og virða. Framkoma kennarans, viðmót og svipbrigði geta haft örlagarík áhrif til góðs eða ills, sömuleiðis blæbrigði raddar og meðferð kennarans á mæltu máli. Kennarinn þarf að ala sjálfan sig upp og aga til þess að geta orðið góður leiðtogi bernsku og æsku. Ætla má, að kennarinn hefði gott af að spyrja sjálfan sig fyrir hverja kennslustund þeirrar spurningar, sem Montgomery mar- skálkur er sagður hafa látið feitletra á spjald og festa yfir herbúðum sínum: Ertu algeralega reiðubúinn? Ertu fyllilega kunnugur starfinu? Ertu fullkomlega haafur til starfsins? Markið er hér sett hátt. En vissulega mætti vel við una, þótt árangur yrði ekki alltaf full- komlega í samræmi við óskir og gerðar áætl- anir.“ Þó að ég geri enga tilraun til að leggja dóm á þessa bók af skiljanlegum ástæðum, dylst mér ekki, að hún er mikill fengur íslenzkum kennurum og einhvern veginn er það svo, að mér hefur fundizt átthagafræðikennslan, bæði hjá mér og fleiri, vera nokkuð laus í reipun- um, og það á hún að vera að vissu leyti. Hana má með öðrum orðum aldrei fella í rígbundið form. Það á að vera hennar aðall, enda efnið ótæmandi. Ég þakka höfundi og útgefanda fyrir þetta merkilega framlag og vona, að þeir þurfi ekki að verða fyrir neinum vonbrigðum með þessa útgáfu. Utgáfan vill kaupa 1. hefti fyrsta árgangs af „Heimili og skóla“ og greiðir 20 krónur fyrir eintakið. Til gamans Andrúmsloftið í sjúkrahúsinu virtist ekki hafa góð áhrif á læknastúdent einn, er þar vann. Hann var eirðarlaus og miður sín, þangað til hann kom á fæðingardeildina. „Sjáið þér til," sagði hann við yngstu hjúkrunarkonuna. „Þegar ég var á lyfja- deildinni, þjáðist ég af hjartasjúkdómi, astma og exemi. Á skurðlæknadeildinni var ég alveg öruggur um, að ég hefði fengið botnlangabólgu, og á geðsjúkdómadeildinni þótti mér, sem ég væri að missa vitið. Það er fyrst hérna á fæðingardeildinni, sem ég get róað taugarnar.“ Við vorum í Lundúnaborg í fyrsta skipti, og síðdegis dag einn komum við á þann fræga stað, sem nefndur er „Speakers’ Cor- ner“ í Hyde Park. Um það bil tíu ræðumenn stóðu þar hver á sínum sápukassa og létu

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.