Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 18
46 HEIMILI OG SKÓLI um, en þeir eiga einnig sínar afsak- anir. Já, það er hægt að afsaka margt, en hér mun þó gilda, að „sigursæll er góður vilj í Því var haldið fram í upphafi þess- arar greinar, að meira máli skipti, hvernig orðin væru sögð heldur en hver þau væru. Skal nú vikið að því nánar. Þetta gildir auðvitað fyrst og fremst, þegar talað er við börn, og því fremur sem þau eru yngri. Ungbarnið skilur mjög takmarkað merkingu orða, en það finnur mismunandi áhrif frá raddblænum og skynjar hann á sína vísu. Þannig mun einnig fullorð- inn maður finna mun á ávítum og blíðmæli á hvaða tungumáli, sem er, þótt hann skilji ekki orð í því. Þetta verður einnig ljóst við athug- un á því, hvemig menn nota sömu orð í ólíkum tilgangi og láta mismun- andi raddblæ og áherzlur raunveru- lega breyta merkingu þeirra. Orðið góði er gott dæmi þess. Lesandi getur reynt að „heyra“ muninn á því í þess- um tveimur málsgreinum: Gerðu þetta, góði, litli drengurinn minn. Ef þú hættir þessu ekki, góði, skaltu hafa verra af. Þannig geta gæluorð breytzt í ónot fyrir áhrif raddarinnar. Þó á reiði- og illskutónninn betur við þau orð, sem tákna hið illa, og verða áhrif- in sterkust, þegar þetta tvennt fer sam- an. Því miður er það ekki svo óalgengt að heyra börnum bölvað með viðeig- andi rödd og áherzlum. Meira að segja heyrist slíkt stundum af móður- munni. Það finnst mér líkast því sem otað sé hnífum. Spurt var: „Hvernig á að tala við börn?“ og hefur hér verið leitazt við að gefa við því nokkur svör. Skulu þau að lokum dregin saman í formi eins konar áminninga til allra, sem vinna að uppeldi barna. 1) Hlustum á okkur sjálf eins og við værum óviðkomandi fólk, og reynum að átta okkur á, hvernig við tölum við börnin. 2) Reynum að standa gegn því, að geðsveiflur geri mál okkar sem eiturdropa, er undan svíður. Ef við finnum, að við höfum samt sem áður sært barn með þeim hætti, þá berum smyrsl á sárin. 3) Höstum aðeins á börn, ef nauð- syn krefur, og látum þá gjarna rólega orðræðu fylgja á eftir. 4) Bölvum ekki börnum eða höf- um við þau önnur ósæmileg orð. 5) Reynum eftir megni að gera hlýtt í kring um börnin. í því efni er það veigamikið atriði að tala ró- lega við þau með mildri rödd, einkum þau yngri. 6) Munum, að uppeldi barna er mesta ábyrgðarstarfið, sem við tökumst á hendur. Foreldrablaðið.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.