Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 6
V Kaupstaðabömin þrá ekkert heitara en það, að fá að fara i sveit og njóta sam- vista við dýr og gróður, þar sem grózku- þefur moldarinnar stígur þeim að vitum. og loftið ómar af fuglasöng. að vorið fari nú að koma? Það er, sem betur fer, búið að taka óttann og kvíðann frá mönnum, kvíðann fyrir hörðu vori, en öryggið komið í staðinn. Auðvitað gleðjast bæði börn og fullorðnir yfir komu vorsins, en sú gleði nær því aldrei að vera innilegur fögnuður, eins og áður, þegar hvert vor var um leið björgun frá bráðri hættu, þar sem harðindin buðu skortinum heim. Nú hlakka börnin til vorsins vegna þess, að það býður upp á meira frelsi. Þau losna undan erfiðu námi og fá að ferðast meira og minna, og það, sem kannski er mest um vert, — þau fá kannski að fara í sveit. Það er ef til vill mesta tilhlökkunarefnið nú á dögum. Kaupstaðabörnin þrá ekkert heitara en það, að fá að fara í sveit og njóta samvista við dýr og gróður, þar sem grózkuþefur moldarinnar stígur þeim að vitum og loftið ómar af fuglasöng. Svo mikil börn náttúrunnar eru mannanna börn ennþá, þótt við höfum fjar- lægst hana óðfluga bina síðustu áratugi okkur til tjóns og menningunni til skaða. Lengi vel gátu sveitirnar tekið við ótrúlega miklum fjölda barna á heimili sín, til blessunar og þroska fyrir börnin, sem einnig höfðu þarna flest ákveðn- um skyldum að gegna í þágu atvinnuveganna, og fóru þar saman bagsmunir sveitanna og óskir foreldranna. Nú er þetta að breytast og hefur svo verið undanfarin ár og áratugi. 50 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.