Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 7
Bæði er það, að atvinnuhættir sveitanna hafa breytzt, svo að nú er minni
þörf fyrir vinnukraft harnanna. Vélarnar hafa nú tekið við ýmsu því, sem
börnin gátu áður gert, hitt ræður þó líklega meiru, að vegna fámennis flestra
■sveitaheimila, er húsmóðirin svo störfum hlaðin dag hvern, að hún getur ekki
bætt á sig þjónustu kaupstaðarbarna. Þróunin hefur því verið sú, að ég
hygg, að æ færri kaupstaðabörn hafa getað fengið sumardvöl í sveit. Enn
munu þó talsvert mörg heimili taka kaupstaðabörn, oft þó sakir frændsemi
og vináttu, og enn um skeið mun einhver, tiltölulega fámennur hópur kaup-
staðabarna, komast í sveit til skemmri eða lengri dvalar, en þau verða færri
með hverju ári, sem líður, en hin börnin aftur fleiri og fleiri, sem verða að
sætta sig við dvölina heima í bæjunum í göturyki og hávaða.
Nú þykir mér líklegt, að þróunin í skólamálunum verði sú, í næstu fram-
tíð, að árlegur skólatími barnanna lengist þannig, að öll börnin verði 9 mán-
uði í skóla eins og 7, 8 og 9 ára börnin eru nú.
Kemur þar tvennt til: Færri og færri börn fá nú vist í sveit og mun sú
þróun enn halda áfram. Það er því tvímælalaust betra, að börnin sæki skóla
sinn en að vera iðjulaus og eftirlitslaus á götunum. Þau lifa þar reglubundnu
lífi, eru undir eftirliti og aga og hafa hæfileg viðfangsefni, sem gefur lífi
þeirra tilgang. Um vinnu í kaupstöðunum er tæplega að ræða, nema nokkrar
telpur, sem gæta barna. Hitt er þó sterkara á metunum, þegar rætt er um
lengingu árlegs skólatíma, og það er, að íslenzk börn eru yfirleitt ver að
sér en jafnaldrar þeiira í nágrannalöndunum, og á það við um flestar náms-
greinar. Við, sem erum að sogast inn í hið tækniþróaða þjóðfélag, hljótum
þar að gera kröfur til menntunar, sem er ekki lakari en hjá grannþjóðum
okkar. En það er engin sanngirni að gera þær kröfur, nema börnin fái hlið-
stæða menntun. Það er hrein og bein óskhyggja, að telja okkar börn gáfaðri
og næmari en börn grannþjóðanna. Skólatími hjá okktir er styttri en í nokkru
öðru menningarlandi. Þar er árlegur skólatími 10—-lO^/b ntánuður, en
sumarleyfi aðeins 6 vikur. Hér hjá okkur minnst 3 mánuðir og hjá sumúm
aldursflokkum fjórir og hálfur mán. Það má því ljóst vera, að börnin okk-
ar íæra ekki á sínum stutta námstíma nærri því eins mikið og börn í ná-
grannalöndunum, þar sem daglegur námstími er einnig mun lengri. Islend-
ingar hafa verið hreyknir af sínu langa sumarleyfi. Það er nú ekki ástæða
til þess lengur, þegar það verður á kostnað skólamenntunarinnar. Það er
heldur ekki hægt lengur að verja það með því, að börnin fari í sveit og sé
það ólíkt hollara fyrir þau. Það er að vísu dásamlegur hlutur að mega ala
HEIMILI OG SKÓLI 51