Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 36
yrðu hér í þrjá mánuði meðan þau voru
að jafna sig, en stríðið hélt áfram og það
varð lokuð leið milli landanna. Rauða
krossbréf, allt að tuttugu orðum, var allt
sambandið, sem var milli okkar og hinna
ógæfusömu foreldra barnanna. Þau höfðu
sent okkur börnin sín og þráðu að frétta
af þeim.
Við skrifuðum auðvitað til móður Ann-
eli, svo að hún vissi að stúlkan hennar
væri hjá góðu fólki og liði vel.
Svo leið hálft annað ár, og á þeim tíma
varð Anneli okkur mjög hjartfólgin. Við
vissum alltaf, að hún átti að fara frá okkur
aftur, og allan tímann höfðum við sagt
við okkur sjálf: Láttu þér ekki þykja
alltof vænt um hana, mundu, að þú átt
hana ekki. En við vonuðum, að burtför
hennar drægist að m.innsta kosti þar til
hún yrði dálítið stærri. Nú var hún aðeins
fjögra ára. Hún hvorki skildi né vildi
skilja það, sem við sögðum henni, að í
fjarlægu landi, er héti Finnland væri
mamma hennar og pabhi og biðu eftir
henni ... Okkur hafði verið skrifað, að
nú væri faðir hennar kominn úr stríðinu.
í hvert skipti, sem við sögðum henni
þetta sagði hún: — Nei, þú ert mamma
mín, og þú ert pabbi minn. Ég vil ekki
neina aðra mömmu eða pabba.
Við gáfumst upp, því að hún varð hrædd,
þegar við minntuníst á þetta við hana.
Svo rann upp þessi voðalegi dagur, þeg-
ar skipun kom frá finnska ríkinu um, að
nú ættu börnin að fara heim. Margir for-
eldrarnir og einnig fósturforeldrarnir
vildu fresta þessu lengur, en ríkið heimt-
aði að börnin færu heim. Ef til vill hefur
það verið rétt, að því fastara sem finnsku
börnin festu rót í Danmörku, því erfiðari
urðu umskiptin.
Við hjónin vorum alveg miður okkar.
Það var nokkuð annað að senda eldri börn-
in heim. Anneli var of lítil til að hægt væri
að skýra fyrir henni, að nú ætti hún að
fara heim til sinnar réttu móður.
Það skar mig í hjartað, að hún reyndi
að fela sig, svo að hún þyrfti ekki að fara.
Á þann hátt hélt hún, að hún gæti komizt
hjá því.
Við saumuðum föt handa henni, og
röðuðum þeim í tösku, svo við vorum ör-
ugg um, að hana mundi ekki vanta föt
fyrst um sinn. Svo sendum við gjafir til
ættingja hennar. Aftur stóðum við svo á
járnbrautarstöðinni og Anneli veifaði okk-
ur úr lestarglugganum, en ein konan, sem
fylgdi börnunum lyfti henni upp. Hún grét
ekki, og það þótti okkur undarlegt.
Það liðu aðeins sex mánuðir, þar til hún
var komin aftur. Það kom bréf frá Rauða
krossinum finnska, að hún hefði ekki getað
samlagast heimilinu og ekki skilið foreldra
sína og systkini. Þegar hún kom aftur hafði
hún lagt af og var slöpp á taugum. Hún
vildi ekki sofa, nema hún fengi að sofa
milli okkar hjónanna, og við áttum að
gæta þess, að enginn kæmi og „tæki“ hana.
Svo að við urðum að hafa hana á milil
okkar og þá féll allt í ljúfa löð.
— Við höfum eignast dóttur, sögðum
við hvort við annað. — Það er ekki til
neins að strita á móti, Anneli er orðin
stúlkan okkar.
Mánuðirnir liðu og hún dafnaði aftur
vel. En árið eftir eignuðumst við sjálf lít-
inn dreng, og þremur árum síðar kom lítil
stúlka, og Anneli þótti eins vænt um þau
og þau væru hennar eigin systkin.
Anneli byrjaði í skólanum og það gekk
prýðilega. Hún eignaðist góða félaga og
fann ekki annað en hún væri dönsk. En
þessu hálfa ári í Finnlandi gleymdi hún
þó aldrei. Stundum varð hún „lítil“ og
80 HEIMILI OG SKOLI