Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 10
fjárhagsáætlun í stórum dráttum, en ganga þó aldrei of nærri sjálfstæði þeirra og vilja. Foreldrarnir geta til dæmis látið unglingana greiða fæði sitt og jafnvel húsaleigu. Það fer þá ekki í súginn. Það má gera tillögur um kaup á munum í herbergi þeirra, skrifborð, bókaskáp, útvarpstæki, segul- band, kíki o. m. fl. Þessar skynsamlegu tillögur ættu að ræðast á heimilinu í fullri alvöru, en ekki mæli ég með því, að foreldrarnir taki peninga ungl- inganna þegjandi til heimilisþarfa. Það kallar ekki á ábyrgðartilfinningu unglinganna. Enn er eitt ótalið, þegar verið er að ráðstafa peningum sum- arsins, og það er eitt hið sjálfsagðasta, en það er að leggja þá í banka, þar til á þeim þarf að halda. Þetta gera sjálfsagt margir, en þó alltof fáir. Þeir eru alltof margir, sem sóa fé sínu í alls konar óþarfa og oft hættulegan, svo sem áfengi og tóbak. Yfirleitt ættu foreldrarnir að ræða sem fyrst við börn sín um meðferð peninga. Jafnvel vasapeninga, skynsamleg ráðstöfun þeirra er undirstaða annarra og meiri peningamála. -----o—o------ Sumarið er að þessu sinni á förum. Við skulum vona, að það hafi orðið mörgum börnum drjúgur þroskagjafi. Við skulum einnig vona, að foreldrar hafi snúizt skynsamlega við peningamálunum að loknu sumri. Við skulum að lokum vona, að börnin, sem ekki komust í sveit, en urðu að búa við ryk- ugar götur, hafi að einhverju leyti notið þeirrar blessunar, sem íslenzkt sumar ber jafnan í skauti sínu. H. J. M. 54 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.