Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 43
HÉR kemur svo nýjasta fyndin um Járn-
tjaldið:
Ungur tónlistamaður ferðaðist með lest-
inni frá Varsjá til Moskvu og var á leið-
inni að blaða í nótnabók. Einn samferða-
maður hans, sem var í rússnesku leyni-
þjónustunni, reyndi að lesa það, sem hann
sá af nótnaletrinu, en árangurslaust, og
þegar það tókst ekki, tók hann tónlista-
manninn fastan, ákærðan fyrir njósnir.
Nótnaskriftin var leyniletur, fullyrti hann.
„Já, en þetta er aðeins fuga eftir Bach,“
sagði ungi maðurinn, þegar lögreglan tos-
aði honum út.
Daginn eftir Var hann færður til lögreglu-
stjórans, en hann hélt stöðugt áfram að
endurtaka að hann væri saklaus.
„Þetta er tilgangslaust, félagi," sagði
lögreglustjórinn. „Það er bezt fyrir þig að
opna munninn og segja sannleikann. Bach
hefur þegar meðgengið.“
*
JOHN WEEKS, dómari í Minneapolis,
komst í illt skap þegar hann sá mann einn
sitja í réttarsalnum með hatt á höfðinu.
Honum þótti sem það væri móðgun við
réttinn og skipaði manninum að ganga út
úr salnum.
Næst var kallað á George Rodge, sem
var ákærður fyrir þjófnað, en hafði verið
látinn laus gegn tryggingu. En enginn
Rodge gaf sig fram.
„Herra dómari,“ sagði ákærandinn.
„Þetta er maðurinn, sem þér voruð áðan
að reka út.“
Nú leitar lögreglan árangurslaust eftir
Rodge.
*
AMERÍSKUR kaupsýslumaður, að nafni
Harry Stuart átti að mæta fyrir þingnefnd
vegna eitthvað athugaverðra viðskipta
með gjaldeyri. Faðir hans var mjög
áhyggjufullur út af þessum afskiptum hins
opinbera. Og kvöldið áður heyrði Stuart
föður sinn biðja himnesk máttarvöld um
að varðveita soninn fyrir öllum óþæg-
indum út af þessari stefnu, svo og öllum
misskilningi. „Góði guð,“ bað gamli mað-
urinn í kvöldbæn sinni, „haltu verndar-
hendi þinni yfir syni mínum, Harry Stu-
art, forstjóra fyrir Halsey Stuart & Co.,
sem er ákærður af þingnefnd fyrir gjald-
eyrissvik og á að mæta á morgun í Wash-
ington, sem sé í aðalbyggingu Bandaríkja-
þings, í lierbergi nr. 304.“
*
SÓKNARNEFNDARMÖNNUNUM hafði
verið falið að ganga um í sókninni og
leita eftir samskotum til að kaupa nýja
altaristöflu. Ung kona, sem hafði verið
valin í fjársöfnunarnefndina, kveið mjög
fyrir þessu hlutverki. Presturinn reyndi að
telja í hana kjark með því að ráðleggja
henni að leita styrks í bæninni. „Það
styrkir yður að flytja stutta bæn áður en
þér leggið af stað út á meðal fólksins,"
sagði hann.
A næsta fundi í sóknarnefndinni kom
þessi kjarklitla kona prestsins og þakk-
aði honum fyrir góðar ráðleggingar. „Eg
fylgdi ráðum yðar, og þetta kom alltaf að
notum hverju sinni ,sem ég knúði á dyr
fólksins.“
„Það gleður mig að heyra þetta,“ sagði
presturinn með ljómandi brosi. „Segið
mér nánar frá þessu."
„Já, áður en ég lagði af stað til að
finna einhverja, sem líklegir væru til að
gefa, sendi ég guði bæn um, að láta þá
ekki vera heima.“
*
MANNINUM mínum er ákaflega illa við
að hjálpa til við uppþvottinn, og ég er í
sex ára hjónabandi farin að sætta mig við
þetta. Svo kom „dagur móðurinnar". Þá
kom hann fram með athyglisverða tillögu,
sem mér þótti ástæða til að taka vel. „Það
er dagurinn þinn í dag, svo að mér finnst
sjálfsagt, að þú látir uppþvottinn bíða
þangað til á morgun.“
HEIMILI OG SKÓLI 87