Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 11
FRÚ LÁRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR: Börnin okknr og við — ÚTVARPSERINDI — Þegar rætt er um hlut heimilanna í menntun æskunnar, hlýtur uppeldið að vera þar snar þáttur. Undirstaða, sem hyggt er á og veldur því miklu, að það takist sem bezt. A þessum tækni- og um- bótatímum, sem nú eru, og þó sérstaklega hér á landi, þar sem mikið heljarstökk hefur verið tekið í allri þróun, hefur und- irstaða þjóðfélagsins, heimilið, raskast frá því, sem áður var og þykir sumum nóg um. Þó er hér sem oftar, að meira ber á því, sem aflaga fer, meira rætt um það. En því er þó ekki að neita, að heimilin eiga í vök að verjast með að hafa börnin sín í friði fyrir síáleitnari ásóknum og áróðri þeirra, sem hugsa aðeins um að græða á unga fólkinu. Auglýsingar um skemmtanir og aftur skemmtanir, dynja jafnt og þétt úr öllum áttum, en sígarettur og áfengi fylgja í kjölfar skemmtananna. Aldrei hafa freistingarnar verið fleiri, og það er aðdáunarvert, hve klakklaust all- ur fjöldinn af unglingunum kemst í gegn- um það flóð. En það er að þakka áhrifum þeirra heimila, sem hafa enn í heiðri heil- brigt uppeldi og heimilishætti alla. Um daginn bar þetta mál á góma og móðir ein sagði, að sjálfsagt þætti ungling- um heimilið gamaldags, en orðið gamal- dags eða að vera gamaldags þykir algjör- lega ófært, það vita allir. En það var sann- arlega heilbrigt. Að fara snemma á fætur og snemma í háttinn. Börnin fóru í skóla klukkan átta að morgni, fengu auðvitað sinp morgunverð áður, en þar mun oft vera misbrestur hjá fjölda heimila. Brauð og mjólk í nesti svo sem vera ber. Félagar barnanna velkomin til leikja, og það, sem mest var um vert, að foreldrarnir gáfu sér tíma til að ræða við börnin og hlusta á þau, ef eitthvert vandamál bar að hönd- um. Utvarpið var ekki látið standa opið í tíma og ótíma. Báðir foreldrarnir voru bókavinir, en það þarf næði til að lesa bækur. Þessi móðir þurfti ekki að hafa áhyggjur af því, ef það gisti annars staðar, að það gæti ekki sofnað nema dans- og dægurlög dyndu yfir því. En kona ein kom til forstöðumanns sumardvalarheimilis, mjög áhyggjufull vegna þess, að fjögra eða fimm ára barn hennar, sem var á þessu heimili, gæti ef til vill ekki sofnað nema útvarpið væri opið. Líklega hafa taugar þess barns ekki verið í góðu ásigkomulagi — blessað barnið vant þessum hávaða nætur og daga. HEIMILI OG SKÓLI 55

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.