Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 34
ingargildis útvarpsefnisins. Og nú virðist
enginn friður vera neinsstaðar. Ungling-
arnir eru farnir að ganga með útvarps-
tæki um hálsinn úti á götu. Verkamenn eru
farnir að hafa það á vinnustað, jafnvel
við útivinnu. Jafnvel í verksmiðjum, þar
sem vélahávaði er ærið nógur, er útvarp-
inu komið fyr.ir og þá venjulega stillt svo
hátt, að hávaðinn sker í eyrun. Og svo
erum við að tala um ókyrrð og tauga-
veikluð börn. Hvernig ættu þau að vera
annað en börn sinnar samtíðar.
Skólunum fylgir alltaf nokkur hávaði.
í Barnaskóla Akureyrar hefur það verið
siður að minnsta kosti síðan 1930, og
vafalaust í fleiri skólum, að börnin eru
látin skipa sér í raðir á leikvellinum fram-
an við anddyri skólans, hver deild út af
fyrir sig. Þetta tekur óneitanlega ofurlít-
inn tíma, það dregur frá kennslustundinni,
■en reynsla okkar í meira en 30 ár hefur
sannfært okkur um, að þetta borgar sig.
Börnin eru ekki látin ganga inn fyrr en
sæmileg kyrrð er komin á raðirnar, og
þegar þar við bætist svo, að þau eru látin
skipa sér í raðir fyrir framan stofudyr
sínar, þegar inn er komið, er komin sæmi-
leg kyrrð yfir þau, þegar þau eiga að
fara að vinna. Með þessu móti skilja þau
hávaðann af leikvellinum að mestu eftir
úti. Það hefur oft komið á dagskrá á
kennarafundum, að leggja þessa röðun
niður, en raunin hefur orðið sú, að það
hefur aldrei orðið af því. Ég held, að þessi
háttur hafi stuðlað að því, að gera allt
yfirborð skólans lygnara en ella, og er
þá mikið fengið.
Þjóðfélagið á mikiö undir þvi komið að
-eiga góða skóla, og aldrei meira en nú.
Auðvitað er heimilið alltaf sú stofnun, sem
mest verður að treysta á, en fyrir rás við-
burðanna, hafa heimilin smátt og smátt
misst sína sérstöðu, eftir að meiri hluti
þjóðarinnar tók sér bólfestu í þéttbýlinu.
Og enn í dag er hlutverk þeirra hið sama,
að leggja góðan og traustan grundvöll að
þjóðaruppeldinu. Það er ómetanleg ham-
ingja að fá að alast upp á heimili, þar sem
friður og regla ríkja, þar sem foreldrarnir
telja það hina helgustu skyldu sína, að
veita börnum sínum svo gott uppeldi, sem
frekast er unnt. Ahrif slíkra heimila end-
ast ævilangt, svo mikið er þeirra pund.
Um góðan skóla má segja eitthvað svip-
að, en þar má fræðslan ein ekki sitja að
völdum. Skólarnir hljóta að telja það
skyldu sína, að bæta einhverju við það
uppeldi, sem börnin höfðu fengið í heim-
ilunum. Alveg sérstaklega vil ég leggja
áherzlu á að uppeldi skólanna verður að
vera kristilegt, og þá engu síður í fram-
haldsskólunum. Nútíma nemendur í skól-
um þurfa umfram allt sterk kristin og
siðræn áhrif. Það gefur kjölfestu í hinum
ókyrra sjó, sem bíður þeirra utan skóla-
veggjanna og utan bernskuheimilis síns.
Kristin og siðræn áhrif eru líklegri til
þess en flest annað að byggja upp geð-
rænt jafnvægi barna og unglinga, en það
er grundvallarskilyröi fyrir hamingjusömu
lífi.
H. J. M.
FRÆGUR kvikmyndaleikari í Hollywood
sagði við son sinn 8 ára er þeir sátu við
morgunverðarborðið:
„Mér þykir það leitt, drengur minn, að
snemma í fyrramálið þarf ég sjálfur að
nota bílinn og bílstjórann.“
„Já, en pabbi?“ sagði sonurinn. „Hvern-
ig á ég þá að komast í skólann?"
„Þú kemst líklega í skólann eins og hin
börnin,“ sagði faðirinn reiðilega. „Þú
tekur auðvitað leigubíl.“
78 HEIMILI OG SKÓLI