Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 6
Mest hefur gagnrýnin mætt á prestun- um. En kirkjan er ekki aíeins prestarnir, biskuparnir og aðrir þjónar kirkjunnar. Kirkjan er einnig söfnuðirnir, og kannski fyrst og fremst þeir. Þeir mynda hinn breiða grundvöl'l kirkjunnar. Ég vil leggja áherzlu á, að söfnuðirnir bera engu :ninni ábyrgð á gengi kirkjunnar en prestarnir — eða niðurlægingu hennar, Þetta grundvallaratriði hefur alltaf verið óljóst hér á landi og er enn í dag. Það hef- ur kannski ekkert eitt veikt kirkjuna meir og gert hana óvirka en allir þessir sofandi og hálfsofandi söfnuðir. Ég geri ráð fyrir, að safnaðarstarf sé meira hér í Reykjavík en víðast annars staðar. Það eru að vísu staffandi dugleg kvenfélög við margar kirkjur úti á landi, sem hafa unnið kirkju sinni ómetanlegt gagn, sérstaklega með því að prýða kirkjurnar og fegra, en þar með er safnaðarstarfið nálega upptalið. Á allra síðustu tímum hafa þó verið stofnuð bræðrafélög við sumar kirkjur, en ég hygg, að þau séu víðast hvar á byrj unarstigi, en spá góðu. Eitthvert átakanlegasta dæmið um deyfð í safnaðarlífinu eru safnaðarfundirnir, sem ekki eru haldnir nema einu sinni á ári, og eru þó aðalfundir þessa fjölmenna félags. Þar er öft varla fundarfært og þar gerist bókstaflega ekkert. Reikningar kirkjunnar eru lagðir fram og samþykktir. Engin mál kirkju eða kristni eru rædd, sem gætu þó verið mörg og stór. Það er kannski varla von, að þarna séu rædd guðfræðileg málefni. Ég minnist þess þó, þegar ég var að alast upp norður í Skagafirði, kom það ekki sjaldan fyrir, að á eftir messu voru ræddar kenningar prests- ins, sem hann hafði flutt í prédikun sinni. Aðallega var þetta þó einn gáfaður bóndi. Þetta gaf guðsþjónustunni nokkra reisn og 50 HEIMILI OG SKÓLI menn höfðu þó alltaf eitthvað að tala um, þegar heim kom. En hvers vegna hafa menn ekki um neitt að tala í söfnuðunum? Ég veit ekki hvernig bræðrafélög haga störfum sínum, en þar sýnist mér vera mik- ill lífsvottur og upphaf að safnaðarstarfi. Mér sýndist hitt þó í fljótu bragði væn- legra, að bæði karlar og konur sameinuð- ust í eitt stórt safnaðarfélag. Annars er það ékkert aðalatriði, að menn komi saman til að ræða trúmál, þeg- ar komið hefur verið á safnaðarstarfi með fundahaldi og samkomum. Aðalatriðið er að menn finni til þess, að þeir eru söfn- uður, sem er bundinn böndum kirkjusafn- aðar. Af því einu getur margt annað gott leitt. Það er gott og sjálfsagt að sækja kirkjur reglulega og sem oftast, þótt á því muni vera nokkur misbrestur. Og sennilega er fjöldi fól'ks, sem aldrei sœkir kirkju, en telst þó til kristins safnaðar. En söfnuður- inn er kirkjan sjálf. Hér er þó annar galli á, jafnvel þótt menn sæki kifkju, óg hann er sá, að sö'fnuðurinn er þar að langmestu leyti óvirkur. Menn koma þangað til að hlusta en ekki til að leggja eitthvað fram sjálfir. Það getur verið gott og blessunar- ríkt að hlusta, en mesti gallinn á guðsþjón- ustum okkar, jafnvel þótt fjölmennar séu, er að þar eru flestir óvirkir. Síðan hinn listræni kórsöngur var upp tekinn í flestum kirkjum landsins, hætti söfnuðurinn að mestu að syngja. Eg verð að játa, að þessi margradda, listræni kór- söngur er ákaflega fallegur og hefur jafnan góð áhrif á mig. Hann gefur guðsþjónust- unni mikla reisn. Þó veit ég ekki, ef ég mætti velja, hvort ég kysi hann heldur, eða hlusta á heilan söfnuð syngja. 011 þessi sönglausu brjóst í kirkjunum okkar hafa

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.