Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 7

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 7
dálítið lamandi á'hrif á kirkj uhelgina, en lyfta henni á engan hátt upp. Aldrei verð ég þess heldur var í íslenzk- um kirkjum, að söfnuðurinn biðjist fyrir, enda lítið rúm ætlað fyrir slíkar tilbeiðslu- stundir í guðsþjónustunni. Þetta er þó al- gengt í kirkjum á Norðurlöndum, sérstak- lega í Svíþjóð. I vissum hléum, hneigir all- ur söfnuðurinn höfuð sín fram á næsta bekk fyrir innan og biðst fyrir í hljóði nokkra stund. Mér hefur þótt þetta ákaf- lga áhrifamikið. Hér á íslandi gengur mjög illa að fá söfnuðinn til að fara með faðir vorið upphátt. Þá er það altarisgangan, sem setur svip sinn á allar guðsþjónustur á Norðurlöndum og setur á þær meiri svip t Ibeiðslu en við eigum að venjast í íslenzk- um kirkjum. Islendingar þora aldrei að vera trúaðir. Jafnvel þótt kirkjusókn hér á landi sé víða sæmileg, og sums staðar kannski góð, er ég hræddur um, að okkur skorti alveg safnaðarmeðvitund. Þótt kirkjan sé gamall og rótgróinn félagsskapur, er engu líkara en við munum ekki eftir því, að kristin kirkja er félag, sem við höfum skyldur við eins og önnur félög, sem við erum í. Jafn- vel aðrar en þær að sækja kirkju, þótt það sé mikilvægt. Ég gat þess áðan, að ekki þyrfti endilega að ræða kirkjumál eða trúmál á safnaðar- samkomum. Onnur umræðuefni, sem eru þó skyld, eru óþrjótandi. Má til dæmis nefna uppeldismálin, siðgæðismiálin, bind- indismálið, félagsmál æskunnar og margt fleira. Allt eru þetta mikilvæg mál og kirkj- unni síður en svo óviðkomandi. En meðal annarra orða: Ég held, að við ættum, að minnsta kosti í bili, að hætta eða stilla í hóf umræðum um spillingu æskunnar. Það er ekki jákvæð uppeldisaðferð. Sjálfsagt er hún fyrir hendi að einhverju leyti hjá vissum hluta æsk- unnar, hinum veiklyndari. En ég veit ekki, hvort það er til bóta að vera sí og æ að ræða um hana og fella um hana dóma. Þessar umræður geta haft öfug áhrif. Það er illt að heita strákur og vinna ekki til þess, segir máltækið. Þetta getur orðið til þess að æskan fari að trúa því sjálf, að hún sé spillt, og þá er allt glatað. Hvernig væri að reyna næst gott jordœmi? Ég mæli ein- dregið með því. Það er bezta ráðið, sem ég get gefið. Af löngu skólastarfi hef ég þá reynslu, að þetta sé heldur ekki uppeldisfræðilega rétt. Ég hef alltaf forðazt að draga fram í dagsljósið galla og ávirðingar nemenda minna yfir állan békkinn, hvað þá yfir all- an skólann. En hafi einhverjum orðið eitt- hvað á, sem oft kemur fyrir í skóla, hef ég taiað einslega við hann. Það hefur reynzt mér happasælla. Kennari í skólabekk eða skóla, sem alltaf er að siða börnin seint og snemma og draga fram galla þeirra, kallar yfir sig andstöðu, en enga siðbót. Sannast að segja held ég, að ef um einhverja spill- ingu er að ræða, séu það ekki börnin, sem hafa breytzt. Foreldrarnir hafa aftuf breytzt mikið. Þeir hugsa ekki eins mikið um börnin sín, margir hverjir, og eru þeim ekki alltaf góðar fyrirmyndir. Þaðan kem- ur þessi „spillta“ æska. Eitt af einlkennum síðustu tíma er skipt- ing á öllu mannfólki í kynslóðir, að minnsta kosti fjórar: Það eru börn, ungl- ingar, fullorðið fólk og loks gamla fólkið. Það er nú að mestu lokað inni í elliheimil- um, til óbætanlegs tjóns fyrir yngxi kyn- slóðirnar, sem fer með því á mis við vizku þess og reynslu. Gamalmennahæli eiga ná- lega eingöngu að vera fyrix gamalt fólk, sem af félagslegum ástæðum á ekki ann- arra kosta völ. Við erum með þessari kyn- HEIMILI OG SKÓLI S1

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.