Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 10
um. Hvergi er friðaður reitur. Jú, það er
einn friðaður reitur og það er kirkjan. Það
er því sannkölluð sálubót að fara í kirkju
til að hvíla þreyttar taugar. Eg fer í kirkju
til að njóta andlegrar hvíldar. Ég veit ekki,
hvort menn hafa veitt athygli þessu ágæti,
sem kirkjan býður upp á, auk annars.
Prestarnir flytja að sjálfsögðu misjafnlega
góðar prédikanir, eins og við er að búast.
En guðsþjónustan er meira. Þar er einnig
söngur. Ég hlusta meðal annars á guðs-
þjónustur til að hlusta á sönginn. Ég
hlusta mér til sálubótar á öll gömlu sálma-
lögin mín, sem ég heyrði og lærði í bernsku
og hrifu mig þá, ungan dreng.
Ég vil að lokum draga saman það, sem
ég legg áherzlu á:
Byrja hið kristilega uppeldi snemma.
Að foreldrar taki að staðaldri börn sín
með sér í kirkju og byrji snemma á því.
Að kennd séu kristin fræði í framhalds-
skólum, jafnvel menntaskólum.
Koma á stórauknu safnaðarstarfi í ýms-
um inyndum.
Að leggja í öllu uppeldi ríka áherzlu á
gott fordæmi.
Að skipta mönnum sem minnst í kyn-
slóðir, en láta þær vinna saman og lifa sem
mest saman á öllum sviðum.
Og að síðustu: Reyna að halda við sem
mestri einingu innan kirkjunnar.
H. J. M.
54 HEIMILI OG SKÓLI