Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 18

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 18
KEITH ASHTON: BÖRNIN, SEM GLEYMDUST Niðurlag. „ÉG ELSKA ÞIG“ Joyce Pearce er meiri mannþekkjari en nokkur annar, sem ég hef kynnzt og hún þarf á þessu að halda á hverjum einasta degi. Mér dettur t. d. í hug lítill pólskur drengur. MóSir ihans Ihafði orðið geðsjúk eftir „lyfjatilraunir“ nazista og faðir hans hafði misst heilsuna eftir fjögurra ára dvöl í fangabúðunum. Drengurinn hafði reynt að loka sjiálfum sér fyrir áhrifum frá um- hverfi sínu og það var mjög erfitt að kom- ast í andlegt samband við hann. Og nú hafði annar handleggur hans lamazt. Með hinni höndinni málaði hann myndir af allskonar pyndingum, sprengjum dauða og eymd. Joyce talaði við sálfræðing um þetta 62 HEIMILI OG SKÓLI fyrirbæri. Þeim tókst í félagi að telja drenginn á að mála allt það, sem hann óskaði sér í stað þessara ömurlegu minn- inga. Og dag einn kemur hann með mynd, sem ljómar af sólskini, og á miðri mynd- inni stóð engill, er bauð foreldra hans vel- komna til Engíands. Eftir þessa gjörbylt- ingu í hugarfari hans hvarf lömunin úr handlegg hans. Nú er hann kominn í einn af efstu bekkjum listaháskóla í Bandaríkj- unum. I augum þessara barna var Joyce allur heimurinn — alveg nýr heirnur, þar sem þau fundu til öryggis vegna þess, að hún skildi þau og bar umhyggju fyrir þeim. Þegar þau komu fyrst til Englands voru þau oft tortryggin og þrjózk. Litill dreng-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.