Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 21
HUGLEIÐINGAR UM UPPELDI OG SKÓLA Gott er til þess að vita, að það er nú meira ritað og rætt um uppeldis- og skóla- mál en nokkru sinni áður. Þetta er fagn- aðarefni fyrir margra hluta sakir. Það má ganga út frá því sem vísu um leið, að meira sé hugsað um þessi mál en að undanförnu. Og hugsunin er upphaf alls. Það er hún, sem kveikir á vitum menningarinnar. Hún tendrar ljós þekkingarinnar, mannúðarinn- ar, vizkunnar, menntunarinnar. Þessi góða vökudís kemur að vöggu barnsins og kveik- ir þar sín ljós. Það er ekki til það svið mannlegra samskipta, þar sem hugsunin á ekki frumkvæðið. Þetta er hennar mikla hrós og stolt. Mannleg: 'hugsun hefur farið hamförum á sviði skólamála að undanförnu. Náskyld skólamálunum eru svo uppeldismálin. Þetta er sá verkefnaflokkur, sem aldrei verður út- ræddur, aldrei tæmdur. Það verður aldrei hægt að segja: Nú er ekkert meira um þetta að segja og umræðum er því lokið. Þegar einu markinu er náð, blasir annað við. En takmörkin verða úrelt og þá þarf að setja önnur ný. Þetta verða kennarar og skóla- menn á öllum tímum að skilja. Það getur ekkert staðið í stað oir allra sízt skólamál- in. Þetta virðist í fljótu bragði vera von- laust verk. En svona hefur það gengið til á öllum tímurn. I þessu er þroski mannsins meðal annars fólginn. Að ekkert takmark er algiit, að minnsta kosti ekki á sviði upp- eldis- og skólamála. Við erum því alltaf að byggja sama húsið. Það verður aldrei fuli- gert. Það vantar alltaf eitthvað í það, og einhverju þarf að breyta. Kennarar þurfa að vera þolinmóðustu menn undir sólinni. Sjónarmið þeirra kennara og uppalanda, sem starfa í dag verða að sætta sig við það, að sjónarmiðin verða önnur eftir 30—40 ár og þá þarf að einihverju leyti að byrja upp á nýtt. I þessu er framþróunin fólgin. Hamingjunni sé lof fyrir að til er fram- þróun! Það má kannski finna húsagerð, sem getur hentað í 50—100 ár. En aldrei skólaform, jafnvel ekki skólahús, skóla- bækur, námsskrá, sem endist okkur svo lengi. En við erum oft bráðlát og teljum okk- ur sjá fram í tímann, sem við gerum þó ekki nema að litlu leyti. Við heimtum um- bætur og það með réttu. En tíminn prjón- ar sinn sokk. Blómknappurinn springur alltaf út á sínum tíma, því verður ekki flýtt að neinu ráði. Stundum verðum við þó, þegar þróunin er hægfara, að grípa inn í. Þetta er eins og þegar þjóðfélög eru að samhæfast landinu, sem þau búa í. Það getur, ef allt er látið ganga sinn gang, tek- ið aldir. En þessi þróun er markviss. Hún gerir sjaldan glappaskot. Við vitum fátt fyrir fram og meðal annars hver þróunin verður næstu ár og áratugi. Þess vegna megum við aldrei hlaupa langt á undan þróuninni. Það er affarasælast í stórum dráttum að bíða eftir því, hvaða stefnu hún tekur. Kannski rétta hana þá af. Við getum svolítið lesið í framtíðina með ýmsum hætti. Reynt að átta okkur á táknum tímanna, meðal annars með vis- HEIMILI OG SKÓLI 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.