Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 22

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 22
Barnið mitt fer í skóla. indalegum rannsóknum og líkum, sem við okkur blasa. Eitt af slagorðum tímans er að það þurfi að gjörbreyta skólalöggjöfinni. Ekki er ég viss um að þeir, sem halda þessu fram, viti hvað þeir vilja eða viti hvað þeir eiga við. Eg er ekk viss um, að við þurfum að breyta skólalöggj öfinni mikið. Hún hefur alltaf verið rúm og innan hennar getur rúmazt fjölþættur og merkilegur skóli. En það er sjálfsagt að endurskoða þessa löggjöf með að minnsta kosti 20 ára millibili, eða jafn- vel skemmri tíma. En við þurfum samt sem áður að breyta ýmsu og vil ég þá fyrst nefna námsskrána, sem er það lögmál, sem kennarar lifa eftir varðandi námið. Þar kemur margt til greina, t. d. að sleppa ein- hverjum atriðum eða færa þau til á milli ára. Þá þurfum við að endurskoða kennslu- bækur og kannski semja nýjar. Rei'knings- bók sú, sem kennd er á barnafræðslustig- inu er, að ég hygg, jafngömul fræðslulög- unum, þótt henni hafi eittlhvað verið breytt. Þetta er of mi'kil íhaldssemi. Þá þurfum við ekki síður að breyta kennsluháttum og færa þá í nýtízkulegra horf. Þarna er stöðugt eitthvað að gerast úti í hinum stóra heimi. En þarna eru námsskráin, kennslubækurnar og kennslu- hættirnir, jafnvel stundaskráin, grund- vallaratriði, sem athyglin þarf að beinast að þegar farið verður að endurskoða. Þarna mætti koma fram miklum umbótum og hefur þegar verið gert. Það héfur að vísu aldrei farið hátt. Það er aldrei neitt auglýsingaSkrum á vegum skólanna. Þeir vinna sitt verk í kyrrð, eins og vera ber, og ég held að það sé óhætt að segja það, að þau 40 ár, og rúmlega það, sem ég hef starfað við skóla, hefur aldrei orðið neitt kyrrstöðutímabil. Það er alls staðar eitthvað nýtt að gerast. En það þyrfti að safna þessu saman og gera það aðgengilegt fyrir alla kennara. Það er ver- ið að brydda á þessu í ár og öðru hitt ár- ið. En það er satt. Það hefur aldrei gerzt neitt í þessum efnum svo stórt, að það geti nálgast byltingu. Annars þekki ég enga stofnun ver til þess fallna að beita sér fyrir byltingu. Það liggur ekki í eðli skólanna. Þar á þró- unin miklu betur við. Eg °et því ekki tek- ið undir með hinum bráðlátu mönnum, sem heimta að skólalöggj öfin verði endur- skoðuð frá grunni. Þess þarf ekki, og síð- ast þegar endurskoðun fór fram, sem var þó ekki mjög hátíðleg. Höfðu þeir, sem endurskoðunina frömdu, sára lítið til mál- anna að leggja. Mig minnir að síðan séu 5—6 ár. 66 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.