Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 24

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 24
námi í einstöku greinum, en upp tekið frjálst starf. Það þarf að gefa nemendum meiri kost á að vinna á eigin ábyrgð. Það tvöfaldar áhugann. Og erum við ekki alltaf að Ieita að áhuga og lýsa eftir honum. Þetta hefur oft verið gert í íslenzkum barnaskólum, og alltaf með góðum ár- angri. En hvers vegna verður aldrei neitt framhald á þessu? Hvers vegna er þetta ekki tekið upp í öllum skólum? En einn dragbítur héfur verið á þetta frjálsa starf, en það eru vorprófin, sem allt nám er í raun og veru sniðið eftir. Frjálst starf og rann- sóknarstarf lofar kannski ekki eins hárri prófeinkunn, sem byggist á 30—40 spurn- ingum, sem farið héfur verið margsinnis yfir. Spumingarnar, hver úr sinni áttinni lofa hærri einkunn, en minni þroska. Og hvaða foreldrar og hvaða kennari vilja hætta á lægri einkunn?! Það þarf enga löggjöf til að þurrka próf- in nálega út úr barnaskólanum. Það er að- eins framkvæmdaatriði. En það þarf dá- lítið hugrekki og sjiálfstæði. Það þarf allt- af hugrekki til að slíta gamla hlékki. En á meðan prófsvipan hangir yfir höfði nem- endanna... og kennaranna, gerist fátt nýtt í íslenzkum barnaskólum, þótt ein- stakir kennarar hafi á því fullan vilja. Það hefur jafnan ríkt nokkur íhaldssemi í skólamálum. Kannski er það nauðsyn- legt að vissu marki. Ég held, að hún hafi sínu hlutverki að gegna. Það tekur jafn- an nokkurn tíma, að sannprófa nýjar kennsluaðferðir og nýjar skólabækur, nýja kennsluhætti. Það má ékki hrapa að neinu fyrr en eftir rannsó'kn. Menn þurfa því jafnan að hafa nokkra biðlund með skól- unum. Þeir þurfa að þreifa sig áfram. Þeir aðhyllst alltaf þróun í stað byltingar, enda er hún nálega ósamrýmanleg starfi skól- anna. Svipað má einnig segja með uppeldið nema 'hvað það er enn íhaldssamara. Hver kynslóð tekur við af annarri og elur börn sín upp á svipaðan faátt og sú síðasta gerði, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Sagan endur- tekur sig því kynslóð eftir kynslóð. Nokkru öðru máli gegnir þó með síð- ustu áratugi. Þar hefur átt sér stað stór- kostleg bylting í uppeldinu. Ekki þó mark- viss eða vísvitandi heldur handahófskennd. Hún hefur mótazt af duttlungum atburð- anna, einkum flutningi fjöldans úr sveit í þéttbýli. Þessi bylting hefur verið svo rót- tæk, að segja má, að börnin í dag hafi fengið annað og gjörólíkt uppeldi, en þau börn, sem voru að alast hér upp fyrir 30— 40 árum, eða jafnvel enn síðar. Það er ekki hægt að segja hvort þessi bylting hefur verið jákvæð eða neikvæð. Jákvæð hefur hún orðið varðandi betri menntun og menntunarskilyrði, betri húsa- kynni. En neikvæð í félagslegum efnum. Þar hefur jafnvel jaðrað við upplausn. Sálfræðingum okkar og uppeldisfræð- ingum hafa ekki verið fengin nægileg verkefni. þótt þau hafi hlaðizt upp, svo að áhrifa þeirra í þjóðfélaginu hefur ekki gætt sem skyldi. Nægir að benda á það, að enginn sálfræðingur starfar utan höfuð- borgarsvæðisins. Aðrir landshlutar hafa þó áreiðanlega sín vandamál. Þau eru bara látin óleyst að mestu. Lágmarkið er einn sálfræðingur í hverjum landsfjórðungi, sem hafa svo nána samvinnu sín á milli. Annað heróp tímans hefur verið: Meiri tæknimenntun og aftur tæknimenntun. Auðvitað þurfum við tæknimenntað fólk til að lifa í tækniþróuðu þjóðfélagi. Og við þurfum alltaf að hafa menn, sem kunna að stjórna vélunum. En þegar far- ið er að ræða um það í alvöru, að sníða 68 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.