Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 27
Kannski myndi ég bíða þangað tiil við værum gift. Já, ég held, að ég myndi bíða.“ „Hvers vegna?“ Hún hugsaði sig um litla stund, en á meðan fæ ég hina, yngstu dóttur mína, hægláta og hugsandi, til að segja sitt álit. „Éjg held, að það sé komið undir hverri einstakri stúlku. Eg held, að ég vilji ekki nota p-pilluna. Mér þætti þá, sem ég væri að taka fram fyrir hendurnar á einhverju lifandi.... lifandi veru.“ Ég veit, hvað hún á við. Hennar réttu foreldrar eru amerískur hermaður og japönsk kona. Fjögur yngstu kjörbörn mín exu öll börn amerískra hermanna, en mæður þeirra eru Asíukonur. Mér er það fyllilega ljóst, að hvert barn á heimtingu á að fæðast inn í góð heimili, þar sem bæði faðir þess og móðir eru hamingju- söm. P-pillan freistar þeirra ekki. „En hvað sem aðrir gjöra, er spurningin um það hvört það sé rétt eða rangt að taka p-pilluna. Þetta vil ég gjarnan fá að vita.“ „Við vitum ekki, hvað er rétt eða rangt, nema bara fyrir okkur sj álfar,“ segir sú fjörlega. Lengra kemst ég ekki með þær. Þær geta ekki sagt mér meira en þær þegar hafa gert.... ekki að minnsta kosti enn þá. Ég sit aftur alein með hugsanir mínar. Takmarkið með p-pillunni er að gera kynferðislegar aðstæður „öruggar“ hvort sem maður er giftur eða ekki giftur. En að gera aðstæðurnar „öruggar“ er að koma í veg fyrir getnað. Höfuðröksemdir mínar á rnóti kynferðislegum afskiptum fyrir hjónaband, halfa verið þær, að þau fela alltaf í sér þá hættu, að börn fæðist, sem ekki var óskað eftir. — — — En nú er p-pilla hérna. Ef einhver stúlka tekur hana reglulega, þarf hún ékki að óttast að hún ali óvelkomið barn. En ber að skilja það svo, að hún beri ekki lengur neina ábyrgð? Mikilvægasta boðorð hins nýja siðgæðis verður að vera, að hið nána samhand karls og konu má ekki misnota til að svala lík- amlegum girndum. Ef hið kynferðislega samfélag hefur á öðrum stöðum verið not- að þannig, að það tengir ekki karl og konu innilegum vináttu- og trúnaðarböndum, þá hefur hjónabandið, sem stöðugt er það lífsform, er Veitir okkur mesta gleði og lífsfylling, misst gildi sitt. Hér verð ég að nema staðar andartak, því að hin unga gifta dóttir mín er að koma inn í stófuna. Hún á sjálf fimm böm og er yfirleitt trúnaðarvinur hinna táningastúlknanna minna. „Lestu fyrir mig eitthvað af því, sem þú ert að skrifa,“ sagði hún. Ég geri það eins og hver önnur hlýðin móðir. Hún hlustar með eftirtekt á hvert orð. Hún er greind og hefur skýran heila. Hún er hvorki hrædd við að lofa né lasta. Þegar ég ’hef lotkið lestri mínum, segir hún: „Þú hefur ekki skrifað neitt um hina eiginlegu ástæðu fyrir þvi, að stúlkurnar fá p-piMuna í hendur. Sannleikurinn er sá, að nútíma foreldrar skipta sér harla lítið af börnum sínum. Þeir spyrja ekki hinar stálpuðu dætur sínar, hvert þær ætla að fara á kvöldin, eða hvert þér séu að fara, og með hverjum þær séu að fara, eða segja þeim hvenær þær þurfi að vera komnar heim. En hvað ég þekki vel þessar mæð- ur.... Þær hafa svo mikið að hugsa og gera fyrir sig sjálfar, alla sína smámuni, öll sín gestalboð, alar sínar vinkonur, að þær útvega heldur dætrum sínum p-pill- una. Og dæturnar vita þetta.“ HEIMILI OG SKÓLI 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.