Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 28

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 28
Ég fer enn að hugsa um konurnar tvær í dagstofunni minni. Jú, þær áttu svo sem núgu annríkt með öll sín einkamál.... Dóttir mín hélt áfram, nálega í reiði- legum tón: „Það versta er, að þessar mæður eru blátt áfram áhyggj ufullar, ef strákarnir eru ekki alltaf á hælunum á dætrum þeirra. Ég þekkti einu sinni móður í nágrenninu, sem fékk lækni til að gefa dóttur sinni p- pillur aif því að hún ætlaði í útilegu með nokkrum öðrum unglingum. Stúlkan er ekki lagleg, og það hefur enginn drengur viljað „vera með henni“. En nú þótti móð- ur hennar tími til kominn að hún skvetti sér dálítið upp. Hvað eiga unglingarnir að gera þegar foreldrarnir bregðast þannig við? Ef hinir fullorðnu hafa hvorki vit né vilja til að taka á þessum málum, þá hafa hinir ungu það heldur ekki.“ Ég minni hana hæversklega á marga at- burði frá því, að hún sjálf var táningur og mjög lagleg. „Manstu hinar áköfu sam- ræður okkar frá þeim tímum?“ Hún hló. „-Auðvitað man ég eftir þeim, og ég er nógu skynsöm til að viðurkenna, að þú hafðir rétt fyrir þér. Raunar vissi ég þetta þá. Ég held, að ég hafi verið hreykin yfir því hvað þú hugsaðir mikið um mig þá. Þú vildir alltáf vita hvers kon- ar náungi það var, sem ég ætlaði að vera með um kvöldið, hvert við ætluðum og hvenær ég kæmi heim.“ Hvað er svo hið nýja siðgæði? Einfald- lega það, að þá má breyta siðum og hátt- um, en hin eilífu grundvallaratriði eru sí- gild. Einhverju sinni var hinn gamli spek- ingur Lao tse spurður um það af einum lærisveini sínum hvort eitt ákveðið lífs- form væri góður siður að lifa eftir. Hann svaraði: „Það er að vísu siður, en ekki hinn eilífi siður.“ Hin eilífa venja er að halda fast við tvær einfaldar og djúpstæð- ar grundvallarreglur: Persónuleg heilindi mannsins og virðing fyrir öðrum. Persónuleg heilindi einstaklingsins, ef maður vill halda áfram að vera heilsteypt- ur maður, er komið undir sjálfsaga. Maður þarf að hafa yfirlit yfir líf sitt og að þar sé jafnan jafnvægi á milli andiegra og líkamlegra hvata og afla. Ef þetta jafnvægi er ekki fyrir hendi, ef við látum annað fá yfirhöndina yfir hinu, glatar maður per- sónuleika sínum. Virðing fyrir öðrurn mönnum? Það þýðir kannski einfaldlega, að maður tek- ur ekki að sér hlutvrk, sem getur raskað jafnvæginu hjá einhverjum meðbróður. Hljómar það tvírætt? Það get ég ekki séð. Við vitum það vel með sjálfum okk- ur hvernio; okkar innri maður ætti að vera. Og siðaboð a'llra tíma er það sama. En það er þetta: „Vertu sjálfum þér trúr.“ Hvað meðbræður annarra manna varðar, hefur þýzki heimspekingurinn Immanuel Kant þjappað þessu saman í eina stutta setningu: „Hið skilyrðislausa valdboð“. Það, sem Kant á við er það, að hvað sem við annars gjörum, verðum við fyrst að taka afstöðu til þess hvort við viljum að allir aðrir geri það sama. Það, sem hér er um að ræða má segja með einu orði: ábyrgðartilfinningu. Við verðum að bera ábyrgð gagnvart sjálfum okkur, fyrir hverja einustu athöfn, sem við framkvæmum, mikilvægi hennar fyrir okk- ur sjálfa og aðra. Þetta er „hinn eilífi 72 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.