Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 30

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 30
„Geturðu það? Nei, til þess ert þú allt of lítill.“ „Það gerir ekki svo mikið til. Maður þarf ekki að vera mjög stór til að höggva eldivið,“ sagði hann. „Sumir stóru strákarnir höggva eldivið- inn ekki vel. Eg hef hö'ggvið mikið af eldivið á barnalheimilinu." „Jæja, þá. Þarna liggur öxin. Reyndu bara.“ Ég hélt áfram að skrifa og hann fór að höggva eldiviðinn. Ég hlustaði á hin hátt- bundnu axarhögg í fyrstu, en svo gleymdi ég drengnum, því að brátt urðu axarhögg- in svo hversdagsleg eins og heils dags rigning. Ég hugsa, að það hafi liðið hálf önnur klukkustund þangað til ég heyrði fótatak drengsins aftur fyrir utan dyrnar. „Nú þarf ég að skreppa heim og borða kvöldmatinn," sa'gði hann. „Ég get komið aftur í fyrramálið.“ „Ég verð fyrst að greiða þér fyrir það, sem þú ert búinn að vinna,“ sagði ég og hugsaði um leið, að ég yrði að fá mér stærri dreng. Við urðum samferða út um hakdyrnar og gaf þá að líta gríðarstóran hlaða af eldivið, sem pilturinn hafði höggvið og gengið vel og snyrtilega frá. „Þú ert búinn að höggva e'ns mikið og fullorðinn maður 'hefði gert,“ sagði ég. „Þetta er fallegur hlaði.“ Nú leit ég í fyrsta skipti á drenginn. Hár hans bar sama lit og þroskaður maís o'g augun.... þau voru eins og regnþrungin ský á himninum yfir fjöllunum, grá að lit með einkennilegu, bláu bliki. „Ég þakka þér fyrir,“ sa'gði ég og rétti honum tvær krónur. Hann leit á mig, en síðan á peninginn og það leit út fyrir að hann vildi segja eitt- 74 HEIMILI OG SKÓLI hvað, en hann gat það ekki, sneri sér við og gekk burt. Snemma næsta mogun vaknaði við axanhögg fyrir utan kofann, en hljóðið var enn svo reghibundið, að ég sofnaði brátt frá því aftur. Þegar ég kom á fætur, var drengurinn farinn, en stór og snyrti- legur eldivaðaiihlaði stóð úti í garðinum utan við dyrnar. Hann kom aftur, þegar Skóla var lokið þennan dag og hélt vinnu sinni áfram þar til kominn var tími til að hverfa heim á bamalheimilið aftur. Hann hét Jerry og hafði verið á barna- heimilinu síðan hann var fjögurra ára. Ég sá hann fyrir mér sem fjögurra ára snáða með sömu alvarlegu grábláu augun og sama sjálfstæðið. Kannski enn þá óbifan- legra. Það er eitfchvað í ætt við hugrekki, en það er meira en það.-------------Það er líka heiðarleiki. Dag nokkurn brotnaði axarskaftið. Jerry sagðist geta fengið það lagfært á vinnu- stofu barnaiheimilisins. Ég sótti inn nokkr- ar krónur til að greiða viðgerðina, en hann vildþ ekki taka við þeim. „Ég skal greiða þetta,“ sagði hann. „Það var ég, sem braut skaftið vegna þess að ég hjó klaufalega í það skipti.“ „En það gefcur enginn höggvið nákvæm- lega rétt í hvert skipti,“ sagði ég. „Það hefur ’hl'otið að vera einhver galli á skaft- inu.“ Þá fyrst tók hann við peningunum. Hann tók ekki nærri sér að kannast við mistök sín. Hann trúði á hinn frjálsa vilja oo- kaus að vinna öll sín verk af samvizku- O semi. Ef hann gerði eitthvað rangt, tók hann á sig ábyrgðina. Hann gleymdi ekki að sinna smámun- unum. Hann hafði á þeim vakandi athygli eins og þeir einir geta, sem hafa stórt hjarta. Hann tók einu sinni eftir lítilli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.