Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 32

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 32
hvernig var sú kona og móðir gerð, sem gat kastað frá sér þessum litla og veik- hyggða dreng? Hún hafði þó fætt hann í heiminn. Hann var af hennar holdi og hlóði. „Hefurðu séð hana, Jerry? Séð hana nýlega?“ spurði ég. „Eg heimsæki hana á hverju sumri. Hún gerir mér boð um að koma.“ Mig langaði til að hrópa: „Hvers vegna hýrð þú þá ekki hjá hennl? Hvernig stend- ur á því að hún getur sent þig frá sér aftur?“ „Hún kemur hingað frá Manville jafn- skjótt og hún hefur tíma til þess. Hún hef- ur þar ekkert starf lengur.“ Andlit hans ljómaði í bjarmanum frá eldinum. „Hún ætlar að gefa mér bvolp, en það er ekki hægt að leyfa dreng að hafa hvolp hér. Manstu eftir fötunum, sem ég var í á sunnudaginn?“ Hann sagði þetta með auðsýnu stolti. „Mamma gaf mér þau á jólunum. Og á jólunum þar á undan. ...“ Nú dró hann andann djúpt.... „sendi hún mér hjól'skauta. . . . Hinir drengirnir fá stundum að reyna þá.“ Jæja, hún hafði þá ekki alveg gleymt honum. „Peningana, sem þú gafst mér, þegar ég leit eftir Mick, ætla ég að nota til að kaupa hanzka handa móður minni.“ Ég hataði hana. Fáta:kt eða ekki fátækt. Það voru til aðrar lífsnauðsynjar en mat- ur. Sálin gat so'ltið engu síður en líkam- inn.... Hann ætlaði að nota tíu krónurn- ar sínar til að kaupa handa henni hanzka, og þarna bjó hún í Manville og gerði sig ánægða með að senda honum hjólskauta í jólagjöf....! „Henni þykir gaman að eiga hvíta hanzka,“ sagði hann. „Heldurðu að ég fái þá fyrir tíu krónur?“ 76 HEIMILI OG SKÓLI „Já, það hekl ég,“ sagði ég. Við töluðum ekki meira um móður Jerrys. Þessi staðreynd, að hann skyldi eiga móður, losaði mig við þann sársauka, sem ég bar í brjósti hans vegna. Hann var sem sé ékki einstæðingur í heiminum. Þetta kom því mér ekkert við. Hann kom á hverjum degi og vann öll smávik, sem þurfti að vinna. Það var nú farið að kólna í veðri og ég bað hann oft að koma inn í hlýjuna. Hann lagðist þá á gó'lfið fyrir framan ofninn og hélt hand- leggnum um hundinn. Þarna láu þeir vinirnir og smádottúðu og biðu þess, að ég lyki við vinnu mína. Stundum léku þeir sér úti í kjarrinu. •--------Svo kom dagurinn, er ég ætlaði að fara. „Þú hefur verið góður vinur minn, Jerry,“ sagði ég. „Ég mun sakna þín og það gerir Mick einnig. Ég legg af stað í fyrramálið.“ Hann svaraði þessu engu, en gekk þögull burt. Ég bjóst hálft í hvoru við, að hann myndi koma næsta morgun, en hann kom ekki. Seinna um daginn gekk ég upp á barnaheimilið með lyklana, sem ég ætlaði að afhenda frk. Clark. „Vilduð þér svo ekki gjöra svo vel og kalla á Jerry, svo að ég geti kvatt hann?“ „Ég veit ekkert, hvar hann er,“ sagði ftk. Clark. Ég er hrædd um, að honum líði ekki rétt vel. Hann borðaði engan há- degisverð. Einn af drengjunum sá, að hann gekk upp brekkuna og inn í skóginn.“ Þetta var eins konar léttir fyrir mig.... ég þurfti þá ekki að kveðja hann. „Ég ætlaði eiginlega að tala við hann um móð- ur hans. Já, ég ætlaði að fá að vita hvers vegna hann er héma. En ég er því miður orðinn nokkuð seinn fyrir með þetta. Hérna eru nokkrar krónur. Kannski þér

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.