Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 37

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 37
hættulegt, þá fær það ósjálfrátt veður af að foreldrunum þyki ekki vænt um sig —• þaS er líka rétt atlhugaS. Börn hafa alltaf á öllum tímum þörf fyrir einlhverja línu til aS gang'a eftir. Fjórtán ára stúlka var farin aS stelast að heiman á kvöldin til að hitta mann, sem sleppt hafði verið úr fangelsi til reynslu. Foreldrar hennar höfðu gefizt upp á að fá hana til að láta af þessu. ÞaS tókst ekki fyrr en fulltrúi frá barnavernd- inni sneri sér til föðurins og sagði honum, að hann yrði að sýna meiri myndugleik. „Þessi stúlka þráði í raun og veru hjálp og aðstoð,“ sagði fulltrúinn. Hennar þög- ula neyðaróp var eitthv'að á þessa JeiS: „HjálpiS mér til að komast út úr þessum vandræðum.“ Agi (disciplin) er náskylt orðinu „dis- cipel“, sem merkir nemandi eða lærisveinn. ÞaS er sá, sem tekur við lærdómi. Þannig útskýrir sálfræðingur einn orðið. Börn, sem taka við fræðslu frá foreldrum, sem styðja hvort annað og iþykir vænt hvoru um annað, láta hvort annað njóta sannmælis, þegar eitdhvað gengur vel, gefa börnunum gott fordæmi, sem þau geta reynt að lifa eft'r. En skilyrðið er að framkoma foreldr- anna sé ósvi'kin, engin uppgerð. Enginn hefur svo næmt auga og eyra fyrir öllu slíku sem börnin. Þau skynja um leið allt, sem er falskt. Ef fjölskyldulífið er heilhrigt, lætur orðið „nei“ jafnvel í eyrum barnanna sem „já“. Börnin læra þá að biða og hafa þol- inmæði. Foreldrarnir uppfylla ek'ki óskir þeirra, fyrr en þau eru orðin nógu stór til að gleðjast af þeim. Viasapeninga fá þau hvorki sem mútur né gustukaverk. Hfeldur fá þau persónulegn rétt til þeirra til að æfa sig í skynsamlegri meðferð þeirra. Fjölskyldulíf er meSal annars fólgið í því, að foreldrar og börn hafi alltaf eitt- hvað sameiginlegt, h'afi samvinnu um alla hluti. Þetta getur verið allt mögulegt, allt frá göngu'ferðum, að spila á spil, endur- bæta eitthvað á heimilinu, skrafa um fram- tíðina, jafnvel stjórnmlálaumræður. ÞaS kynnir börnunum dálítið heim hinna ful'l- orðnu. Flestar fjölskyldur kannast við þá eftirvæntingu, sem oft ríkir við máltíðir. MiðdegisverSarborðið er alveg tilvalið til að ræða ýmis mál, skýra þau og tala um þau. Menn, sem eiga annrí'kt 16 klukkustund- ir í sólarhringnum og sitja allan daginn á kafi upp að hálsi í alls konar verkefnum og vandamálum, ættu að reyna að setjast aftur í sæti sitt meðal fjölskyldunnar. Þá munu þeir uppgötva, að á sama tíma sem þeir verða góðir feður barna sinna öðlast þeir í staSinn alls konar lífsverðmæti gef- ins og um leið ný takmörk í tilverunni. Vissulega er það mikilvægt verkefni að vinna sér inn peninga. En menn geta sann- arlega sinnt verzlun sinni eða viðskiptum vel án þess að það þurfi að vera á kostnað heimilisins eða lífsins almennt. Barnaupp- eldi þarf heldur alls ekki að koma í veg fyrir jákvæða afstöðu og þátttöku í vanda- málum samfélagsins. Hvers vegna fáum við ekki 13 ára drengjum og stúl'kum og þaðan af eldri það hlutverk að ala upp minni systkini sín og hjálpa hinum gömlu? Á þennan hátt getum við kanski lagt fram eitthvað til að koma í veg fyrir vaxandi aðskilnað kynslóðanna. Mjókka IbiliS 'á milli barnanna, unglinganna og igamla fólksins? Djúpið á milli kynslóðanna er ekki óbrú- andi, ef bæði foreldrar og börn skilja, að það, sem meS þarf er ekki það að vinna hvor á móti öðrum, heldur, vinna saman og hver með öðrum. H. J. M. þýddi. HEIMILI OG SKOLI 81

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.