Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 42
'komu frá fátækum heimilum. Þau höfðu
ákveðið, að litla dóttir þeirra skyldi ekki
þurfa að alast upp við sömu kjör, heldur fá
allt, sem þau höfðu orðið að neita sér um.
Allar óskir hennar, smáar og stórar, voru
uppfylltar. Stundum áður en hún hafði
borið þær upp. Henni var hlíft við öllu
■mótlæti, sem stendur í valdi ástríkra for-
eldra að bægja frá barni sínu. Ég man til
•dæmis eftir því, að þeim kom saman um að
láta hana ekki fara í skólann dag einn,
vegna þess að hún 'hafði ekki getað lokið
við að læra það, sem henni var sett fyrir. í
stað þess að hjálpa henni við he.maverk-
in, Iofuðu þau henni að fara í kvikmynda-
húsið. „Blessað barnið grét svo sárt, að
við þoldum ekki að hlusta á hana,“ sagði
faðir hennar til skýringar. „Lífið er sann-
arlega nógu harðleikið, þegar börnin verða
fulltíða, að það er engin ástæða t'l að við
gerum þeim lífi erfitt á meðan þau eru
ung,“ sagði hann.
En þetta voru sömu foreldrarnir, sem
urðu nálega viti sínu fjær nokkru síðar,
iþegar dóttir þeirra hætti i skóla eftir stutt
nám. „Að hugsa sér að gera þannig að
engu alla sína menntun aðeins vegna þess,
að háskólinn heimtar aukapróf í einni
n'ámsgreininni! “ sagði faðirinn titrandi af
reiði. „Hvenær gierir hún sér ljóst að lífið
er ekki aðeins leikur, og hún verður að
taka á veikefnunum, þegar þau verða á
vegi hennar?“
Það gerir hún ekki fyrr en einhver kenn-
ir henni það. Og það er ekki nærri því eins
erfitt þegar byrjað er á því í bernsku, á
meðan foreldrarnir standa enn við hlið
harnsins til að hj'álpa til, eins og síðar í
lífinu, þegar maður á sjálfur að ráða fram
úr vandanum.
Auðvitað eru engar reglur til um barna-
uppeldi, sem leysir öll vandamál lífsins. En
86 HEIMILI OG SKÓLI
með tiu ára reynslu sem kennslukona og
'fimmtán ára reynslu sem móðir hef ég
sannfærzt um að þroski 'barnsins er undir
því kominn, að það hafi bæði verið búið
undir meðlœti og mótlæti.
En hvernig förum við að því?
Alveg sérstaklega með því að segja því
alltaf sannleikann. Við megum ekki fara
fram hjá honum, þótt hann geti verið
óþægilegur. Ég þekkti einu sinni mann,
sem lét dóttur sína fá eins mikla peninga
og hún óskaði éftir að fá. En svo kom að
því, að verzlun hans fór að ganga illa. Fað-
irinn hafði þá eikki hugrekki til að segja
'henni sannleikann, jafnvel þótt hún væri
orðin nægilega gömul til að skilja erfið-
leikana. Hún hélt auðvitað eyðsluvenjum
sínum áfram, sem enduðu með því að hún
undifbjó brúðkaup sitt með slíkum íburði,
sem faðir 'hennar enganveginn gat staðið
straum af. En hann lét það samt vera að
segja henni hið sanna.
í öðru lagi verðum við að vera börnum
okkar sú stoð og stytta, sem við framast
getum. Einn af nemendum mínum, 12 ára
drengur, kom dag nokkurn til mín, og það
var auðséð, að honum lá eitthvað mikið á
'hjarta. Ég sá, að hann neytti allra krafta
til að ég sæi ekki að honum lá við gráti.
Faðir hans hafði misst hverja stöðuna á
fætur annarri og við hvert óhapp varð hann
stirðari og miskunnarlausari við fjölskyldu
sína. Þegar drengurinn spurði móður sína,
hvað væri eigin'lega að pabba, svaraði hún:
„Faðir þinn er drykkjumaður. — Nú
veiztu það — og ég vil ékki að minnst sé
á þetta framar. Heyrir þú það?“
Hún sagði syni sínum að vísu sannleik-
ann, en hún studdi hann ekki, eða útskýrði
málið fyrir honum, svo að hann ætti auð-
veldara með að skilja hvernig komið var.
Hún sagði honum ekki að ofdrykkja væri