Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 43

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 43
sjúkdómur, eða talaði um það við hann, að þau skyldu sameiginlega reyna að hjálpa föðurnum. Hún lokaði heldur öllum leið- um til frekari umræðna og aðgerða. Það var ekki furða þótt drengurinn færi að gráta, þegar Ihann sagði mér þetta. „Mér finnst þetta einkennileg aðferð til að segja mér, að faðir minn sé orð’.nn drykkjumað- ur!“ Hann lærði snemma, að lífið er fullt af vandamálum, en hann var of ungur til að ráða fram úr þeim einn. í þriðja lagi verðum við að reyna að sj á vandamálin fyrir og ta'ka á þeim eins og við kunnum bezt. Allir fulltíða menn kom- ast fyrr eða síðar í þá aðstöðu að missa einhverja af sínum nánustu ættingjum, og þó höfum við ríka tilhneigingu til að leyna dauðanum fyrir börnum okkar. Afi minn dó, þegar ég var átta ára. Foreldrar mínir reyndu að hlífa mér við óþægindunum af þeim missi með því að segja mér ekki frá því. Þeir sögðu mér, að a'fi hefði farið í langa ferð. Hann hafði þó ekki kvatt mig — hann skrifaði mér ekki og 'hann kom e’kki aftur. Við töluðum aldrei um hann, og það stóðu engar myndir af honum neins staðar lengur. Þegar ég lo'ksins skildi, að hann væri dáinn, grét ég með sjálfri mér en sagði það engum. Því að dauðinn hlaut að vera óttalegur, þegar ekki var hægt að tala um hann. Elzti sonur minn var á sama aldri, þegar áfi hans dó, en við lofuðum honum að koma með til jarðarfararinnar. Nú eftir sex ár man hann vel öll þau fallegu orð, sem töluð voru við jarðarför hins elskaða afa. Hann grét auðvitað þann dag, eins og við hin. Við sameinuðumst í sorginni eins og við Vorum vön að sameinast í gleðinni. En við hjálpuðumst líka að við að finna beztu myndina af afa og hengja hana upp á hinn rétta vegg. Við töluðum oft um afa um þessar mundir. Loks «etum við séð svo um, að börnin O 7 flýi ekki frá öllum erfiðleikum, sem þau Ikunna að mæta. Stundum er þetta 'kannski ekki annað en heimsókn hjá tannlækni, kannski tímar í orgelleik, sem þau vilja losna við. Stundum getur það líka verið eitflhvað erfiðara. Dóttir frænku minnar, sex ára gömul telpa, tók fyrir nokkrum dögum pákka a'f tyggigúmmí af húðar- borði í næstu sælgætisbúð. Þegar móðir hennar komst að þessu, sagði hún v’.ð dótt- ur sína: „Veiztu það, Alice, að það getur vel verið að sum börn hakli, að þau megi ta'ka úr búðum, það sem þau langar til. En það er ljótt að gera það. Frú Jo'hnsen, sem á búðina, hefur sjálf greitt þetta tyggi- gúmmí, og hún gerir ráð fyrir að fólk greiði henni fyrir það, ef það vill fá það. Þú verður því að skila tyggiigúmmíinu aftur.“ Auðvitað fannst Alice ekkert skemmti- legt við það, að fara áfíur með tyggigúmmí- ið, en móðir 'henanr gekk með henni þang- að og á leiðinni útskýrði hún fyrir henni, að frú Jdhnson myndi alls ekki verða reið, jáfnvel þótt hún hefði gert rangt, en hún myndi skilja þetta. Svo gekk hún inn í búðina og hélt handleggnum um herðarn- ar á Alice litlu, og henni tókst, með nokkr- um erfiðismunum þó, að skila tyggigúmmí- inu aftur með ófurMtilli afsökunarheiðni. Þegar Alice verður orðin fulltíða kona er hún undir það búin, að Mfið hefur sín- ar góðu og miður góðu 'hMðar. Hún mun læra að taka tillit til annarra manna. Og hún mun um fram allt vita hvernig hún á að bregðast við erfiðleikum Mfsins í stað þess að flýja frá þeim. H. J. M. þýddi. HEiMILI OG SKÓLI 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.