Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 45

Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 45
stundastarfið heima svo vel, að þar verði engir, eða helzt sem minnstir bláþræðir á. Ef það er ekki gert, er hætt við að gamla andvarpið komi: „Hvað á ég að gera, mamma?“ Ef barnaherhergi er á heimili er þetta allt miklu auðveldara. Þá er íhægt að ganga frá hverjum 'hlut á sínum stað og. grípa til hans, þegar þörfin kallar, og spurningin mikla dynur yifir: „Hvað á ég að gera, mamma?“ sem engin góð móðir getur daufheyrzt við. Þar þarf að velja og hafa skipti. Velja eitthvað, sem ekki hefur verið í umferð nýlega. Það er líka gott, ef mikið er um leikföng, að taka nokkuð af íþeim alveg úr umferð og láta þau svo koma fram síðar. Þá verða þau aftur eins og ný. Vandinn er sá að láta börnin aldrei hafa of mikið af leikföngum, aldrei svo mikið, að þau verði leið á þeim, eins og oft á sér stað um jól- in og iá afmælum. Hóf er bezt á hverjum hlut. 011 ofmettun er hættuleg, en það er einmitt sjúkdómur, sem við á vestrænum löndum megum vara okkur á. Það er oft mikið annríki í leikfanga- landi, ef vel tekst með val á leikföngum, og börn’n ei.ga ímyndunarafl til að sjá allt- af einbverjar nýjar hliðar á leikföngunum sínum, þótt þau séu óbrotin. En óbrotin þurfa þau um fram allt að vera. Börnin eru líka oft þreytt eftir langan leikdag — eða eigum við ekki iheldur að segja starfsdag, því að starf og leiikur rennur saman í eitt hjá ibömunum. Það er oft orðinn langur vinnudagur, þó er aldrei farið fram á eftir- vinnukaup. Sumar mæður halda að það sé ekkert verkefni að stjórna leikjum barn- anna. — Eða kannski eru það einhverjir aðrir, sem ihalda það? Það er þó mikið og margþætt verkefni, ef það er vel rækt og þroskandi fyrir báða aðila. Mæðurnar kynnast börnum sínum ihvergi betur en í leik. Ef það ‘hvarflar einhvern tíma að þessum mæðrum, að þær séu með þessu að ala börnin sín upp, er það sannarlega sann- mæli. Það er nokkur vandi að velja leikföng nú á tímum, þar sem svo mikið berst af þelm á markaðinn, en eina tegund leik- fanga ber að fordæma. Það eru hernaðar- leikföng, svo sem byssur, skriðdrekar og önnur slík tæki, sem ibeinlínis eru notuð í hernaði, sömuleiðis tindátar. Engir for- eldrar ættu að gefa drengjum sínum slík leikföng. Það er samt nóg af ofbeldis- hneigð iQg hemaðaranda í heiminum, þótt ekki sé verið að ýta undir ihann. Það er alltaf einhver vottur af ofbeldishneigð hjá drengjum, hneigð ihins sterka til að sýna mátt sinn, sem þarf að fá útrás. Það er betra að leyfa drengjunum að fljúgast á við og við, svo að kraftarnir fái utrás. Glíman er hentug íiþrótt til að iðka drengi- legan leik við andstæðing. — Svo líður leikdagurinn að kvöldi. Takið þá ekki leikföngin fyrirvaralaust af börnunum. Gefið Iþeim tíma til að safna þeim saman, og gefið þeim tíma til að ljúka við leikinn, ef þau eru í miðjum lei’k. Það borgar sig að allir ihætti sáttir við lífið. Börnin vita, að þau þurfa að hætta leikj- um sínum og fara að sofa. Þarna eiga eng- ar kaldar fyrirskipanir við. Til þess að dag- urinn endi vel, þarf að koma einhver ró- andi tþáttur í lokin. Til þess er sagan ágæt- lega fallin. Það gerir ekkert til þótt hún hafi oft verið sögð áður. Ég þekki nokkrar mæður, sem segja börnum sínum sögu á hverju kvöldi, eða lesa hana fyr’.r þau. Þetta er góður siður. Þegar sagan hefur lægt allar öldur og friður hefur færzt yfir litlu andlitin, er gott að enda með stuttri bæn. H. J. M. HEIMILI OG SKOLI 89

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.