Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Blaðsíða 14
en fyrir stríðið. Aftur á móti skyldi lagður hár skatt-
ur á stríðsgróða.
Á þann hátt markaði síðasta flokksþing stefnu:
flokksins, og tel ég að henni hafi verið dyggilega
fylgt, eftir því sem máttur flokksins hefir leyft á
kjörtímabilinu, — og mun ég víkja nánar að því
síðar í skýrslu minni.
Þá vil ég og geta þess, að á síðasta flokksþingþ.
sem eins og fyrr segir var sameiginlegt fyrir Al-
þýðusambandið og flokkinn, voru einnig samþykkt-
ar ályktanir um kaup og kjör verkalýðsstéttainna,
og lögð á það áherzla, að kaupgjaid fengist hækkað'
við næ-stu samninga nokkuð meira en svaraði til.
aukinnar dýrtíðar, og að tryggt yrði með samning-
um, að kaupgjaldið hækkaði síðan í hlutfalli við-
vaxandi dýrtíð. Einnig ályktaði flokksþingið, að-
nota bæri tækifærið til þess að samræma kaup-
gjaldið um land allt eftir því sem unnt væri.
Hvað snertir ályktanir um kaupgjaldsmál verka-
lýðsins, þá áíti Alþýðuflokkurinn sinn þátt í því um
áramótin 1940/1 að samningar náðust, sem sumir
hverjir fólu í sér verulega hækkun grunnkaups, og
allir á þann veg, að verkalýðurinn og launastéttir
fengu fulla dýrtíðaruppbót í samræmi við vísitölu.
Síðar, eða á árinu 1942 var grunnkaupið enn verulega
hækkað víðast um land, og má iþví segja, að full-
komlegt hafi náðst það takmark, sem sambandsþingið'
setti sér hvað þetta snertir og ég fullyrði, að Al-
þýðuflokkurinn hafi átt sinn verulega þátt í því, og
tel að trúnaðarmenn flokksinis í verkalýðsfélögun-
12