Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 21

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 21
þar sem. atvinnuvegirnir, sem ríkið hefir orðið að styrkja allríflega eða undanþiggja sköttum, hafa haft mjög góða afkomu síðastliðið ár og geta því borið allverulegan hluta af beinu sköttunum. Virðist því réttmætt og sjálfsagt að létta nokkuð af þeim auknu byrðum af almenningi í landinu, sem nauðsynlegt þótti að láta hann bera meðan erfitt var í ári fyrir hið opinbera. Það hefir og alltaf ver- ið lögð áherzla á það af þinginu, að um bráðabirgða- löggjöf væri að ræða.“ 1 þessu nefndaráliti var einnig rætt ítarlega um umreikning teknanna vegna dýrtíðarinnar og í sam- ræmi við vísitölu, um hækkun persónufrádráttar fyrir fjölskyldumenn og um breytingu á varasjóðs- frádrætti félaga. Um skattalögin sjálf urðu allmikil átök á þessu Alþingi, og hélt Alþýðuflokkurinn fram þeirri stefnu sinni, sem mörkuð var af flokksþinginu og nánar var skýrð og rakin í nefndaráliti Jóns Blöndals. Alþýðuflokkurinn fékk því til vegar komið, að skatturinn á láglaunamönnum og miðlungstekjum var verulega lækkaður með hinni svonefndu ,,um- reikningsreglu“ og hækkun persónufrádráttar fyrir fjölskyldumenn. Sömuleiðis hækkaði skattstíginn allverulega á háum tekjum, og lagður var á stríðs- gróðaskattur, þótt hann væri lægri en Alþýðuflokk- urinn vildi vera láta. En Sjálfstæðismenn kröfðust þess, að dregin skyldu frá tekjum útgerðarfyiúrtækj- anna öll þau töp, sem orðið hefðu hjá fyrirtækjun- um undanfarin 10 ár, án tillits til þess, hvort þau 19»

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.