Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 36

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 36
þetta skyldi nota til þess að halda niðri verðlagi innanlands. Þessar tillögur í dýrtíðarmálunum, ásamt öflugu verðlagseftirliti, er setti skynsamleg takmörk fyrir verðhækkun framleiðsluvara landsmanna, er seldust heima fyrir, hefir Alþýðuflokkurinn jafnan leitazt við að fá framkvæmdar og lagt fram um þetta frumvarp á alþingi. En því miður hefir flokkn- um orðið lítið ágengt í þessu efni, og því hefir farið sem farið hefir. Allar skynsamlegar skorður gegn dýrtíðinni hafa verið vanræktar af stærstu stjórn- málaflokkum landsins, og nú er dýrtíðin eins og al- menningur veit orðin gífurlega mikil, eða vísitalan komin upp í 260 stig. Það er vissulega ekki sök Al- þýðuflokksins. Eins og áður hefir Alþýðuflokkurinn lagt mikið kapp á að koma á endurbótum í félagsmálalöggjöf landsins. Hann hefir átt þátt í því, að breytt var lögunum um verkamannabústaði, svo að unnt hefir verið að reisa verkamannabústaði í flestum kaup- stöðum landsins í stærri stíl en nokkru sinni fyrr, enda þörfin meiri nú en áður. Framkvæmdir þess- ara mála hafa að mest-u leyti hvílt á Alþýðuflokkn- um og trúnaðarmönnum hans í kaupstöðum lands- ins og hefir þar mikið áunnizt. Einnig hefir flokkurinn lagt kapp á að fá fram- gengt endurbótum á alþýðutryggingunum og að koma á löggjöf um orlof vinnandi fólks. Ekki hefir þó enn tekizt að koma á þeim endur- bótum, sem þörf er á hvað alþýðutryggingarnar snertir, en um það atriði á nú milliþinganefnd að 3-:

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.