Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 40
verður ekkert um það sagt, hverjir mynda hina nýju
stjórn, eða hvort nokkur ný stjórn verður mynduð.
Afstaða Alþýðuflokksins til annarra flokka mótast
að sjálfsögðu af málefnum og stefnumálum flokks-
ins. Hann mun hér eftir sem hingað til leitast við
að leysa vandamálin til hagsbóta fyrir vinnandi
menn og konur í þessu landi, — og blasa þá einkum
við dýrtíðarmálin, verðlags- og fjárhagsmálin. Hefir
Alþýðuflokkurinn á undanförnum árum markað
stefnu sína í þjóðmálunum yfirleitt, og mun halda
áfram að berjast fyrir málefnum sínum, eftir því
sem frekast er unnt. En það verður hlutverk þessa
þings, að gera um það nánari ályktanir og ákveða á
hvern hátt Alþýðuflokknum ber að haga störfum
sínum.
Sjálftstæðismálið.
Eins og alkunnugt er, tóku íslendingar í sínar
hendur öll sín málefni þegar Danmörk var hernumin
í aprílmánuði 1940. Frá þeim tíma hefir æðsta stjórn
íslenzkra mála verið í landinu og utanríkismál okkar
einungis í höndum íslenzkra stjórnarvalda. Það er
vissulega ákveðin ósk allra landsmanna, að svo verði
framvegis um þau mál öll, enda er nú svo komið, að
sambandslagasáttmálinn, er gerður var við Dan-
mörku árið 1918, getur brátt fallið úr gildi fyrir
fullt og allt samkvæmt þeim ákvæðum, er í honum
sjálfum felast, þótt eigi sé tekið neitt tillit til þess,
hvort íslendingar hafa aðrar ástæður til þess að
rifta samningi þessum eða ekki. En það hefir frá
38