Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 44

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 44
þegar á reynir í pólitískum átökum. Á tímabilinu ■sem skýráLurmar ná yfir, þ. e. frá 1. jam. 1940 til 31. des. 1941 fóru engar kosningar fram og því reyndi lítið á félögin á því tímabili, enda greinilegt að starf margra þeirra hefir ekki verið mikið. Þjóðstjórnar- samvinnan var allt það tímabil og dró hún mjög úr starfsemi flokkanna yfirleitt, sem í því samstarfi voru. Allt til 1940 voru það verkalýðsfélögin, sem voru hin raunverulegu flokksfélög Alþýðuflokksins og þegar aðskilnaðurinn var gerður, þá voru um það mjög skiptar skoðanir, hvort það skyldi gert og loðir enn við allvíða, að menn vilji telja verkalýðsfélög- in sem flokksfélög Alþýðuflokksins. Af þessari á- stæðu er það fyrst og fremst, að ekki hefir enn tek- izt að efla flokksfélögin og fjölga þeim að neinu ráði. Við verðum að gera okkur það ljóst, að Al- þýðuflokkurinn er raunverulega að byggja sér upp nýtt skipulagskerfi í stað þess gamla, sem var að mestu brotið niður við aðskilnaðinn á flokknum og sambandinu. Eg tel það ekki eiga við í þessari skýrslu, að bollaleggja um hvað mér finnst helzt við þurfa um sköpun hins nýja skipulags. Eg mun gera það, er skipulagsmál flokksins verða til umræðu hér. En það er rétt að gera sér ljóst, að þó nú séu flokks- félögin >ekki nema 21 að tölu, er það einginn dómur um það, að hér sé ekki verið á réttri braut. Við skulum aðeins hugsa til þess tíma, er Alþýðu- sambandið var að vaxa. Þá mættu á fjöldamörgum fyrstu þingunum aðeins fáeinir fulltrúar, en eftir því 42

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.