Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 46

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 46
tísku starfsemi. Þess vegna eru það hrein undur — eins og einn af fulltrúunum hér a þinginu sagði við mig um daginn — að Alþýðuflokkurinn skyldi — utan Reykjavíkur — halda því atkvæðamagni, sem hann náði nú í kosningunum í sumar og haust, þegar tilllit er tefeið til þesis, ihve veik bygging hans er ennþá víðast hvar úti um landið. En sú bygging stækkar og styrkist er árin líða og ef til vill verður þess ekki svo ýkja langt að bíða að Alþýðuflokkurinn njóti ávaxtanna af starfi þeirra mörgu manna og kvenna,. sem fórnað hafa árum saman kröftum sínum og tíma til að vinna fyrir stefnu hans. Nú er svo komið í íslenzkum stjórnmálum, að stefna Alþýðuflokksins er að sigra, þó hann hafi ekki sjálfur aðstöðu til að leiða hana nema að litlu leyti í framkvæmldinni. Þjóðin er að vákna til skilnings á því að það eru skipulagslegar umbætur, sem þarf fyrst og fremst í voru þjóðfélagi, og þær umbætur verða að framkvæmast á lýðræðisgrundvelli og án bylt- ingar. Það er meiri sósíalismi og meira demokrati, sem koma skal, en það er einmitt það, og ekkert annað en það, sem Alþýðuflokkurinn frá fyrstu tíð hefir barizt fyrir og berst fyrir enn í dag. ÁLYKTANIK OG SAMÞYKKTIR Stjórnmálanefnd: „Frá því áhrifa styrjaidarinnar tók að gæta í ís- lenzku atvinnu- og fjármálalífi árið 1940, hafa full- trúar Alþýðuflokksins stöðugt 'borið fram tiilögur 44

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.