Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Qupperneq 48
ast, til iþess að tryggja framtíðaratvinnu og,
unnar kjarabætur og afstýra atvinnuleysi og.
kjararýmnun a!lmennings.
Flokksþingið telur, að til þess að koma þessu í
franai'kvæmd verði Aiþingi að gera þær ráðistafan-
ir, sem bent er á í eftirfarandi tillögum, og felur
miðstjórn og þingmönnum flokksins að vinna að
því að hrinda þeim í framkvæmd, enda séu þær
þegar lagðar fyrir aðra flofcka Alþingis.
I. Verzlunar- og verðlagsmál.
a. Sérstck sjálfstæð stofnun ur.dir opinberri yfir-
stjórn annist innkaup og inn.flutning á vörum til
landsins. Stofnunin keppi að því að afhenda allar
nauðsynjavörur við sem láegstu verði. Stofnun
þessi hafi umráð yfir öllu fáanlegu skipsrúmi x
flutningaskipum til landsins og gæti þess, að það
nýtist sem bezt. Lögð sé áherzla á að fly-tja til
landsins eins mikið af nauðsynjavörum og skips-
rúm framast leyfir, safna 'birgðum af þeim og
dreifa um landið.
Öll útflutningsverzlun sé sett undir yfirstjórn
einnar opinberrar stofnunar, sem starfi í sambandl
við innflutningsstofnunina, einkum varðandi alla
flutninga.
b. Skipaður sé verðlagsstjóri, er hafi sér til aðstoð-
ar ráðgefandi verðlagsnefnd og efti-rlitsmenn.
Verðlagsstjóri ákveði söluverð á innfluttum vör-
um, iðnaðarvörum og öðrum innlendum vörum,
svo og taxta á vinnu þeirra, er skipta beint við
46