Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 12
Breytingartillaga við 18. gr. Samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum.
Tillaga um breytingu á reglum um prófkjör, ákvæði í
19. gr. Felld með 59 atkvæðum, 30 á móti.
Tillaga um breytingar á reglum um prófkjör, 19. gr.
Samþykkt með 56 atkvæðum gegn 25.
Breytingartillaga við 19. gr. Felld með yfirgnæfandi
atkvæðamun.
Viðaukatillaga A, 19. gr., 7. mgr. 3. setning.
Samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Breytingartillaga við 19. gr. Samþykkt með öllum at-
kvæðum gegn einu.
Breytingartillaga við 23. gr. Samþykkt með öllum at-
kvæðum gegn einu.
Breytingartillaga við 29. gr. Samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum gegn 4.
Breytingartillögur við 33. og 34. gr. Felld með yfir-
gnæfandi meirihluta.
Tillaga um landskjörinn formann felld með 63 á móti,
20 atkvæði með.
Samþykkt var að kjósa formann á flokksþingi.
Kosið var um hvort flokksstjórn ætti að kjósa formann
framkvæmdastjórnar. Fellt með 42, 45 á móti.
Samþykkt var að flokksþing kysi formann framkvæmda-
stjórnar.
Samþykkt var með meirihiuta atkvæða að kjósa 6 menn
í framkvæmdastjórn á flokksþingi.
Samþykkt var með meirihluta atkvæða að kjósa 30 menn
í flokksstjórn af flokksþingi.
Tillaga um mætingu á flokksstjórnarfundi. Felld með
43 atkvæðum á móti 37.
Lagabreytingartillaga frá stjórn SUJ við 33. gr. d. lið.
10