Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 20

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Page 20
I stjórnmálaflokki á að vera rúm fyrir margvíslegar skoðanir á ýmsum málum. Það er í okkar flokki, frekar öðrum flokkum. Menn skiptast á skoðunum, það er stund- um hart deilt og það er ekkert óeðlilegt við það. En menn verða líka að virða skoðanir hvers annars, teygja sig til sameiginlegrar niðurstöðu og virða lýðræðislegar niður- stöður flokksins. Eg afneita því algjörlega, að ég eða framkvæmdastjórn höfum kúgað einn eða neinn. En ég neita því líka að einn eða neinn fái að kúga mig eða framkvæmdastjórn. Hót- anir, brigslyrði, ófræging fær þar engu breytt. Sama hver á hlut að máli. Eg mun ekki standa í orðaskaki á þeim grundvelli frekar nú en fyrr. Af slíku er enginn bættari. Eg vil hins vegar nota þetta tækifæri til þess að þakka félögum mínum í framkvæmda- stjórn, í þingflokki og í flokksstjórn fyrir allt það sem þeir lögðu af mörkum, og fyrir samstöðu þeirra. Lítum á aðra þætti. Á ýmsum sviðum hefur ýmislegt áunnist og grundvöllur verið lagður að vexti og viðgangi. Ávextir þess birtast ekki bara í núinu. Þeir munu líka koma fram síðar. — Flokksskrifstofan hefur verið endurskipulögð. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn. Starfsemin þar hefur eflst. Af því megum við vænta árangurs. Margt hefur þar færst til betri vegar. Fleira er þó ógert og starfskraftar eru ónógir, sérstaklega vegna útbreiðslu starfs og verkalýðs- mála. — Framkvæmdastjórnin hefur starfað vel, stjórnar- menn skipt á sig verkefnum, sem upp hafa komið til athugunar og afgreiðslu og margvíslegar hugmyndir að eflingu flokksstarfs verið ræddar, sumum hrint í fram- kvæmd, en aðrar eru í undirbúningi. Það er vilji okkar 18

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.